Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 76
398
Þrjár bækur.
IÐUNN
alþýðu, ber ægilegan volt um andlega niðurlægingu og
vesaldóm vinnandi stéttar á Islandi. Það er grátbroslegt
að sjá, hvernig íslenzk alþýða, sem öldum saman lét
höfðingja sína siga sér til þess að hengja smáþjófa og
hálshöggva og drekkja alþýðufólki, sem ekki kunni að
leggja eðli sitt í ónáttúrlega fjötra, hefur þessa yfirstétt-
arkonu til skýjanna fyrir sömu sakir, dáist að léttúð
hennar og kemst við af raunum hennar.
Og þegar jafn merkur höfundur og Guðmundur
Kamban tekur sér fyrir hendur að rita bók um Jómfrú
Ragnheiði, er hann að gefa íslenzkri alþýðu kost á því
að halda þessum skrípaleik áfram. Eg efast um, að hann
geri sér það ljóst sjálfur. Ef til vill veit hann ekki, að af
þeirri hlýju, sem hann kann að geta áskapað Ragnheiði
í hugum lesenda sinna, er hann að byggja múrvegg af
samúð alþýðu um afglöp og syndir og léttúð yfirstéttar-
innar. Þess vegna mun bók hans verða tekið vel af
hinum útvöldu í þjóðfélaginu og þykja mikið verk og
merkilegt. Ungar alþýðustúlkur, sem ekki eiga annað en
miskunn hreppsins upp á að hlaupa, ef þeim skyldi
verða eitthvað á, eiga fyrst og fremst að kaupa »Jómfrú
Ragnheiði« og því næst að dást að dirfzku og glæsileik
og ásthita Jómfrú Ragnheiðar. Það væri vit í að ætlast
til slíks, ef öllum börnum, án undantekningar, væri séð
fyrir sæmilegu uppeldi, eða komin væri viðunandi lög-
gjöf um mæðrastyrki. En eins og nú standa sakir er
það óþarft verk.
Enginn skyldi taka orð mín svo, að ég telji, að segja
beri rithöfundi fyrir verkum um það, hvað hann skuli
skrifa. En bók eins og þessi hefur þegar tekið út sín
laun. Alþýða Islands leggur hana ekki í sjóð þeirra
verðmæta, sem hún hefur með sér inn í framtíðina.
Höfundi, sem margt gott hefur skrifað, verður fyrirgefið
að hafa ritað hana, hvenær sem hann vill leggja fram
snilli sína og orku í þjónustu stórra viðfangsefna. Guð-
mundur Kamban hefur sýnt, að hann getur það — og
getur fórnað einhverju fyrir það. Hann hefur líka sýnt
þá drenglund og trygð við bókmentalegar hugsjónir sínar,
að honum er vel trúandi til þess. Ég man þegar að