Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 85

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 85
IÐUNN Þrjár bækur. 407 sannfæra presta né guðfræðinga um skoðanir hans, þá ætti hún að geta unnið nokkurt gagn með því að kenna þeim auðmýkt og heilbrigt lítillæti andans, gagnvart trúarsetningum sínum og fræðikerfum. Eg er engan veginn sammála séra Gunnari í öllum atriðum, hef enda ekki haft tök á né tíma til að gera þetta mál fyllilega upp við sjálfan mig. En svo mjög er ég sammála hon- um um afstöðu Jesú til snauðra manna og undirokaðra, að ég tel, að kirkjudeildum þeim, sem eru þernur íhalds- og yfirstéttar-hagsmuna, færi bezt að láta sér óviðkom- andi, þó að um hann sé rætt. Hann kemur þeim í raun- inni ekkert við. Annars er það um bók séra Gunnars að segja, eins og raunar allar bækur, allar stefnur og skoðanir, að örlög þeirra fara ekki eftir því, hve traustum fótum þær standa á staðreyndum fortíðarinnar, heldur hinu, hve vel þær túlka andlega þörf, skoðun og lífsviðhorf framtímans. Og þar hef ég, þrátt fyrir alt, sem mig greinir á við höfundinn, leyft mér að spá bók hans lengri endingar og meiri áhrifa en mörgu því, sem nú birtist í gervi borgaralegrar sómamensku til orðs og æðis. Þetta byggi ég ekki á því, að niðurstöður bókarinnar fái að standa óhaggaðar um aldur og æfi. Og jafnvel þó að þær væru einskis virði nú í dag, þá breytir það málinu harla Iítið. Þær mættu þess vegna vera fjærri öllum sanni. En vér höfum leyfi til að vænta þess, að ýmislegu verði breytt í atvinnu- og félagsháttum þessarar þjóðar á næstu árum. Það er að minsta kosti ekki ósanngjarnt í landi, sem forsjónin hefur gætt »frjálslyndum umbóta- flokki*, eins og »Sjálfstæðisflokknum«, að maður nú ekki tali um sjálfa Framsóknina. Það er ekki ólíklega til getið, að horf einstaklingsins við náttúrunni breytist nokkuð á næstu árum, er notkun véla og vísindalegri ráðabreytni í störfum færist í vöxt. Slíkt hefur oft komið fyrir áður, og jafnan orðið til þess, að mennirnir tóku að skilja sögu fortíðarinnar nýjum skilningi. En af þessu leiðir, að komandi kynslóðum mun blátt áfram verða ómögu- legt að skynja né skilja hina sögulegu persónu, Jesús, á sama hátt og áður hefur verið gert. Þetta vildi ég biðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.