Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 66
388
Fálkinn.
IÐUNN
Artus konungur var aftur heim kominn; hann heimti
aftur sverð sitt, Excalibur, upp úr Bretlandshafi, blátt
sem hinn kalda næturhimin; riddararnir hans tólf lyftu
þungum höfðum frá steinborðinu og hristu af sér svefn-
inn, jörðin söng undir fótataki þeirra. Gareth var þar
líka, konungssonurinn, sem klæddist gervi eldasveinsins
og sneri hæðnishlátrum Lynettu í ást til sín. Renaud
var þar Iíka, hann var aðalborinn og hesturinn danzaði
undir honum, og fálkinn, sem svaf nú og drúpti höfði,
sat hátt á hendi hans og horfði framan í hann með
augum ljómandi af gleði og hinni gullnu sól hetju-
sagnanna.
En skýin liðu fram hjá, eins og örlög mannanna,
skuggabjörg þeirra hrúguðust hvert upp yfir annað, unz
þau mynduðu hvelfingu, og inn um glufurnar féllu sólar-
geislarnir bleikir og hvassir sem spjót, og fálkann
dreymdi myrka drauma í máttvana reiði og vaknaði
með veini.
Ekki leið á löngu, fyrr en drengir, sem voru á reiki
um þessar slóðir, sáu fugl herra Enguerrand sitja á
hendi Renauds. Sveinar riddarans gripu hann og fóru
með hann til hallarinnar, og það fór um hann nístandi
kuldi, þegar fálkinn var tekinn af honum, rólegur og
mikillátur, eins og hann var vanur, án þess, að hann
sveigði einu sinni hálsinn eða rendi köldu, rólegu aug-
unum til hans. Fálkinn var færður eiganda sínum, en
hann sýndi eftirlætisfuglinum, sem týndur hafði verið,
enga blíðu, því að hann hafði látið ótignar hendur
snerta sig. Herra Enguerrand leit þögull niður á Renaud,
og það smárifjaðist upp fyrir honum endurminning um
gömul veiðilög frá þeim tíma, er stálvarinn fótur aðals-
mannsins hvíldi á hálsi alþýðunnar, og nautnirnar flögruðu
friðhelgar um axlir hans — og brúnir hans drógust