Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 45
IÐUNN
FerÖaminningar.
367
hlutinn bak við borðið, sem var á milli okkar. — Þessi
kvennmaður stakk af í Alvesta. —
Á næstu járnbrautarstöð fyrir norðan Alvesta — eg
er búinn að gleyma, hvað hún hét — sté eg sem
snöggvast út úr vagninum. En þegar eg kem aftur inn,
er stór náungi með kónganef og tannburstaskegg seztur
í hornið mitt. Eg ávarpa hann blíðlega og kveðst hafa
setið þarna, en maðurinn anzar því engu og situr sem
fastast. Eg yrði á hann enn þá átakanlegar en fyrr og
segist hafa helgað mér þetta horn í vagninum, segist
hafa setið þarna síðan í Málmhaugum og — og — setið
þarna síðan í Malmö förstás. En maðurinn bregzt illa
við og segir, að taskan mín hafi legið í netinu yfir miðj-
um bekknum. Og sjá, hann hefir getað smokkað smá-
tösku á rönd inn með töskunni minni, yfir horninu, og
þannig löghelgað sér hornið — ef hann hefir þá ekki
ýtt minni tösku utar í netið, ja, hver veit. En nú er
maðurinn orðinn svo virðulegur á svipinn, að eg sé mér
ekki til nokkurs hlutar að vera að ympra á þessu meira,
svo að eg seilist með mestu Iagni eftir kápunni minni,
sem hangir í vagnhorninu, og kem mér fyrir á öðrum
stað í vagninum, og nú fer eg alveg ósjálfrátt að hugsa
um yfirvofandi eldhættu.
— — — Sem betur fer stígur þessu virðulegi herra-
maður út úr vagninum á næsta áfangastað, og nú á eg
aftur hornið mitt. Eg slekk ljósin mín megin í vagnin-
um, leggst endilangur á bekkinn og ætla að reyna að
láta fara vel um mig og sofna, en þá verð eg þess var,
að það er brík í horninu, þar sem eg hefi setið, og hún
er auðsjáanlega til þess gerð, að maður geti ekki lagzt
til svefns á bekkinn. Bríkin hlýtur nefnilega að lenda
undir hnakkanuin á manni og er nægilega há ti! þess,