Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 77
IÐUNN
Þrjár bæl<ur.
399
borgaraklíkur Kaupmannahafnar ætluðu að hlæja »Sendi-
herrann« niður á einu af leikhúsum borgarinnar og
bægja almenningi frá leiksókn með háði og illkvitni.
Þá fór Betty gamla Nansen að, eins og sagt er um
húsbóndann í himnaríki. Hún fór út á stræti og gatna-
mót og þrýsti mönnum til að koma, — lék ókeypis.
Og það sýndi sig þá, að það, sem hafði látið eins og
þvaður í eyrum borgaranna, varð almenningi einfaldur
og fagur boðskapur, sem þeginn var með þökk og fögn-
uði. Eg unni Guðmundi Kamban af alhuga þess sigurs
og ann honum margra sigra í framtíðinni. Og fyrstur
skyldi ég verða til þess að bjóða hann velkominn, ef
hann segði að fullu og öllu skilið við hina borgaraíegu
list. í fylkingum alþýðunnar eru nógir, sem hlusta, ef á
eitthvað væri að hlusta. Þar er andlegt hungur og þorsti,
en Iíka þakklæti og skilningur, ef listamennirnir gefa
ekki steina fyrir brauð og höggorm fyrir fisk.
II.
Halldór Kiljan Laxness: Alþýðubókin.
Bók getur verið ný með ýmsum hætti. Margar bækur
eru nýjar í þeim skilningi einum, að starf þess er ritaði,
starf setjarans, prentarans, bókbindarans og annara höf-
unda bókarinnar er nýlega af hendi leyst. Þá er bókin
ný vara á markaði. Enn getur bók verið með þeim hætti,
að nýjum aðferðum sé beitt til þess að túlka viðfangs-
efnið, er betur nái tilgangi sínum en eldri aðferðir. Þá
er bókin ofurlítið nývirki í list. Og loks getur bókin
verið ný með þeim hætti, að töfruð sé fram úr hugar-
fylgsnum mannanna viðfangsefni, sem hjúpuð voru myrkri,
og viðleitni, sem var að brjótast þar um í ráðaleysi, og
listræn snilli látin bregða yfir þau glaðaljósi mannvits og
skapandi orku. Þá kann svo undursamlega til að bera,
að ein lítil bók verði tákn allrar menningar-viðleitni
sanitíðarinnar, — varði í áfangastað.
Það getur verið erfitt að segja um það þegar í stað,
hvenær slíkt skeður, hvenær hlaðinn er sá varði, sem