Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 25
JÐUNN Nýja Island. 347 arnir voru honum hjálplegir að smíða kistu. Það var fenginn prestur langt að, og hann jarðsöng Jón og Maríu, og Torfi Torfason borgaði það, sem upp var sett. Fáeinir illa þvegnir íslendingar, með gamla hattkúfa í sárþreyttum höndunum, stóðu yfir gröfinni og rauluðu. Torfi Torfason hafði séð fyrir því, að allir fengi kaffi og lummur og jólaköku. En þegar haustaði, kólnaði í veðri og snjóar féllu, og þá eignaðist konan nýtt barn, sem fylti bjálkakofann af ferskum gráti. Sá maður var Vestur-Islendingur. Eftir það kom Indian Summer með þúsundlitum skógi. Og Indíánar komu að norðan eftir sínum krókóttu vegum meðfram fljótinu og vildu kaupa sér vetlinga. Þeir fóru sér mjög hægt og rákust ekki í smámunum, en keyptu eina vetlinga fyrir heilt mosdýrslæri með bógi. Síðan keyptu þeir trefil og sokka fyrir heilan skrokk. Eftir það dröttuðu þeir aftur af stað með vetlinga og trefil, eins og hverjir aðrir dauðans ráðleysingjar. Svo kom veturinn, og hvað átti þá að taka til bragðs? Torfi skírði bæinn sinn Bakkabúð, og allir nefndu hann Bakkabúð. Það var aðeins til ein kýr í Bakkabúð, þrjú börn og lítið í skápnum. Kýrin hét Búkolla, enda þótt hún væri mjög stórhyrnd, og var kölluð Bakkabúðar- Búkolla. Og hún hafði stór augu og horfði eins og út- lendingur á konuna og baulaði hvert sinn, sem gengið var fyrir dyrnar. — Ég held það verði lítið úr henni Búkollu litlu að fæða okkur öll í vetur, sagði Torfi Torfason. — Hefur þú hugsað þér nokkuð? sagði kona Torfa Torfasonar. — Það er ekki nema ef vera skyldi fiskirí norður á vatni. Þeir kvað oft hafa upp úr sér, sem þangað fara. — Mér var að detta í hug, að ef þú færir eitthvað,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.