Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 37
IÐUNN
Ferðaminningar.
359
\Jið förum vitanlega undir eins að íala um sænskar
bókmenntir, en ekki um pólitík — því að nú er maður
svo langt fyrir utan íslenzka landhelgi — og lendum
fyrst á Selmu gömlu Lagerlöf, því að hún kemur mér
jafnan í hug við slík tækifæri. ,
En herra Gustafson vill sem minnst um Selmu tala.
Hann ypptir bara öxlum, hagræðir á sér gleraugunum
og fer að skoða jómfrúarneglurnar á sér.
— — Selma skrifar ekki þann stíl, sem hámenntuð-
um Svíum líki förstás, og sumt í bókum hennar særir
beinlínis smekk háskólagenginna manna, ja, það er að
segja skáldkonan á sína aðdáendur, og bækur hennar
hafa verið þýddar á ýms menningarmál — íslenzku
líka — einmitt það — eru lesnar á íslandi — ja-h sá.
Skáldkonan er kann ske meira melin annars staðar en í
sínu eigin föðurlandi!
Mér verður á að spyrja herra Gustafson, hvort hann
sé ekki hrifinn af sögunni um Gösta Berling, en hann
brosir bara út í annað munnvikið og svarar kurteis-
lega út í hött. Hann er bersýnilega í ætt við þá mennta-
menn, sem alla ævi eru að streitast við að verða ekki
hrifnir af öðrum mönnum. Auk þess er hann ungur
guðfræðinemi frá Lundi, sem grettir sig óvart, ef hann
heyrir bóndamann frá Vermalandi bjóða góðan dag á
þeirri mállýzku, sem kerlingin hún móðir hans kenndi
honum í barnæsku. Hvernig getur nokkur maður ætl-
azt til, að hr. Gustafson fari að reyna að láta sér skilj-
ast, að prestgarmurinn hann Gösta Berling tók upp á
því að fara í hundana, og að nokkur manneskja gat
látið svo lítið að fara að finna til með honum og gera
sér harmsögu hans að yrkisefni?
Eg verð þess brátt áskynja, að herra Gustafson er
hálærður maður og vafalaust læsari á hebresku aftur á