Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 32
354
Nýja Island.
IÐUNN
Torfason, annálaðan friðsemdarmann, sem aldrei hafði
gert kvikindi mein, að kasta manni út úr hans eigin
húsum, kasta honum út á gaddinn um miðja nótt og
það út af einni hundtík! Kannske að ég hafi meira að
segja drepið hann, hugsaði Torfi, en það nær þá ekki
lengra, — það verður þá að hafa það. Það var aldrei
ég fór að flytja til Nýja íslands!
Og hann ranglaði út úr kofanum, snöggklæddur eins
og hann stóð, ranglaði út á hjarnið, stefndi til skógar.
Og naumast hafði hann gengið tuttugu skref, þegar hann
var búinn að gleyma bæði reiði sinni og fiskaranum og
farinn að hugsa um það, sem hann hafði átt og það,
sem hann hafði mist. Enginn veit, hvað átt hefur, fyr en
mist hefur. Hann fór að hugsa um kindurnar sínar, sem
voru svo drifhvítar á lagðinn, um hestana sína, blessaða
kallana, sem voru þeir einu, sem skildu hann og þektu
hann og mátu hann, og um kýrnar sínar, sem voru
teymdar út úr tröðunum eitt kvöld í vor, og ókunnugir
strákar ráku á eftir þeim með ólarspotta. Og hann fór
að hugsa um hann Jón og hana Maríu, sem Guð almátt-
ugur hafði tekið til sín upp í þennan stóra erlenda himin,
sem hvelfist yfir Nýja Island og er eitthvað alt annað
en himininn heima. Og hann sá enn í hug sér þessa
íslenzku landnámsmenn, sem höfðu staðið yfir gröfinni
með hattkúfana sína í sárþreyttum höndunum og raulað.
Og hann kastaði sér niður á hjarnið milli trjánna og
grét beizklega í næturfrostinu — þessi stóri, sterki maður,
sem farið hafði alla leið frá Gamla fslandi til Nýja ís-
lands — þessi öreigi, sem hafði fært börn sín að fórn
voninni um miklu ágætari framtíð, fullkomnara líf. Tár
hans féllu niður á ísinn.
(Nýja íslandi, Manitoba, ágúst 1927).
Halldór Kiljan Laxness.