Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 65
IÐUNN
Fálliinn.
387
fljótt, beindi síðan stóru augunum sínum, sem voru
undir eins orðin róleg aftur, að húsbónda sínum, því að
hann vildi ekki ata fjaðrir sínar í blóði, og beið eftir
því, að sér væri rétt heitt hjartað.
Síðan flaug hann ekki meira þann daginn. Þegar
Renaud kastaði honum upp í loftið og hljóp fram með
tælikvaki, blakaði hann að eins vængjunum nokkrum
sinnum og settist síðan aftur á öxl hans og horfði með
þóttalegum kuldasvip á hið broshýra andlit sveinsins.
Hann virtist fyrirlíta alt glens, og Renaud hætti öllu
slíku bráðlega, og augu hans fengu blæ af sömu fjar-
sæju alvörunni og augu fálkans. Fálkinn varð honum
ástfólgnari en nokkuð annað hafði orðið. Honum fanst
sem hann væri sín eigin sál, sín eigin þrá með löngum
vængjum og sigurvissum augum. En það var sársauki í
ást hans, myrkt hugboð um óhamingju, og hann óttaðist
stundum að fuglinn myndi yfirgefa sig með köldu blóði,
hverfa út í bláinn með ögrandi bjölluhljómi, og það
myndi verða tómlegt eins og sjálfur dauðinn. Eða þá
að honum fanst, að það væri frægðin sjálf, ljómandi af
sól við heiðblátt loftið, sem hvíldi sig á herðum hans
undir nýjar herferðir, og í sjálfri gleðivímunni nísti til-
hugsunin um eigin smæð hann heljartökum, og hann
þorði varla að líta á fuglinn, og honum sveið það í
hjarta, að fálkinn myndi aldrei njóta gleðinnar með hon-
um og aldrei líta með blíðu í augu honum, og hann
flúði út á víðlendur draumanna.
Hann lagðist niður á háheiðinni, með rautt lyng undir
höfði sér, og skýin liðu fram hjá, eins og örlög mann-
anna, þung eða létt, afmörkuð eða sundurslitin, sífelt
með ósýnilega hönd stormsins á herðum sér, og runn-
arnir beygðu skjálfandi gullna kvisti, og Renaud sagði
fálkanum ævintýri.