Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 62
384
Fálkinn.
ÍÐUNN
napra, léfta morgunloftinu með gleði, eins og það væri
hressandi vín. Einn daginn hafði fálkinn varpað hel-
særðum hegra niður í fen á bak við skógarrunna. Þar
fann veiðimaðurinn hegrann og sneri hann úr hálsliðn-
um, en fálkinn sjálfur var horfinn, hvort sem það var
af því, að hann hafði látið ginnast af nýrri bráð, eða
hann hafði verið að forðast leirkelduvatnið, eða þá að
hann hafði látið sig hefjast á loft af einhverjum dutl-
ungum, — en til einskis var hans leitað, til einskis var
kallað á hann með fallegustu gælunöfnum og til einskis
voru hornin þeytt, svo að ómarnir buldu á hverri hæð
og hnúk. Herra Enguerrand sló yfirfálkarann á munn-
inn með rauða hanzkanum, svo að blæddi, og reið
heimleiðis yfir móana á harða spretti, og varirnar herpt-
ust enn fastar saman en venjulega og augnalokin sigu
enn dýpra niður yfir sjáöldrin, sem varla hreyfðust —
og fálkinn fanst ekki.
En Renaud fann hann — flæktan á fótreiminni í villi-
rósarunni. Hann bærðist ekki og beið hungurdauðans
með föstu taki um eina greinina; annar vængurinn lafði,
en hinn var hafinn til flugs, eins og af þráa. Hann
teygði mjóa höfuðið ógnandi fram á við, með uppglent-
um augum og hvössu nefi, — hann var fallegur þarna
innan um blóðrauð berin. Hönd Renauds skalf af ákafa,
þegar hann greiddi reimina úr þyrnunum og bjöllurnar
og hringurinn með merki herra Enguerrands glömruðu
við fingur hans, og hann æpti upp af gleði, þegar odd-
hvassar klærnar læstust inn í sinaberan handlegginn, og
hánn var orðinn fálkinn hans, fálkinn með breiðasta
brjóstið og lengstu vængina og þóttafylstu augun, sem
voru eins og glóandi gull.
Hann var fálkinn hans því fremur, sem Renaud gat
aldrei sýnt hann nokkrum manni, því að hann vissi, að