Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 88
410
Ennýall.
IÐUNN
ina á undan Orlygsstaðabardaga, hefði valdið því, að
ísland komst undir yfirráð Noregskonunga. Þótti mér
sú hugsun ærið nýstárleg og merkileg. Eg man líka, að
Guðmundur Friðjónsson hóf andmæli gegn þessari grein
Helga. Sagði hann, að þetta væri að þramma á járn-
uðum tréskóm um blómlendur sögunnar — og hella
verksmiðjubleki yfir silfurgljá söguspjöldin. Er þetta til-
fært eftir minni, en þó
held eg að ekki skeiki
miklu frá orðalagi Guð-
mundar. Auðvitað sagði
hann margt fleira, sá
orðglaði maður, og skal
ekki farið lengra út í
þessa sálma. En gaman
var að sjá þessa tvo rit-
snillinga leiða saman
hesta sína.
á Síðan eru liðin mörg
ár, og á þeim tíma hefir
Helgi Pjeturss skrifað
höfuðrit sitt að þessu,
Nýal, þar sem hann legg-
ur fram megindrættina í
heimsskoðun sinni. Sú
bók þótti — að vonum
— næsta furðuleg og
merkileg, og hefir hún náð svo almennum vinsældum
hjá þjóðinni, að hún mun nú nær uppseld. Ennýall er
að vissu leyti framhald af Nýal — mikið safn ritgerða
um ýmisleg efni, þótt allar hnigi þær í sömu átt: að
skýra frekar heimsmynd höf., auka við hana nýjum drátt-
um og grafa fram það úr ritum annara, að fornu og
nýju, er verða mætti til að styrkja hana og treysta. Þarf
ekki að taka það fram, að allar eru ritgerðir þessar
með snildarmarki höf. og margar þeirra þrungnar mann-
viti og skarplegum athugunum. Annars skal ekki út í
það farið, að gera grein fyrir megindráttunum í kenn-
ingu höf. Er það hvorttveggja, að til þess þyrfti meira