Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 58
IÐUNN
Fálkinn.
Eftir Per Ha/lström.
Blærinn á augum Renauds fór eftir dagsbirtunni; þau
urðu sljó og dimmleit í rökkrinu, blikuðu sem bráðið
gull, þegar sólskinið flóði um hár hans og framteygðan
hálsinn, sindruðu logum, sem hófust og hnigu, þegar
þau skimuðu yfir heiðaflæmin, þangað sem morgunroð-
inn stafaði skáhöllu ljósi gegnum blánandi þoku, hérarnir
þruskuðu í skóginum, fuglar stygðust á fætur og kvistir
svignuðu til og frá.
Augnaráð hans var makindalegt og mikillátt, eins og
endurskin af gullnum stálhjöltum á rýtingi eða eins og
glampinn af heillaskildingnum, sem hangir á beru brjósti
sígaunastúlkunnar; makindaleg og mikillát var líka hrynj-
andin í fótaburði hans og lega armleggjanna, þegar
hann teygði úr sér endilöngum í hitanum með hendur
undir hnakka sér og heyrði hornin gjalla í fjarska og
völlinn titra af jódyn, er veiðimennirnir hleyptu á skeið.
En þegar þögnin færðist yfir, undarleg og þreyjulaus,
eins og hún teygðist upp í oddhvelfingu starandi eftir-
væntingar, þar sem tveir svartir síminkandi deplar hnituðu
hringa efst uppi — þá studdist Renaud við olnboga og
horfði þangað stórum augum með varirnar hálfopnar.
Og þegar deplarnir rákust á og hröpuðu niður — annar
hörfandi í mjúkum sveigum, en hinn sífelt uppi yfir,
eins og oddhvast spjót — blátt loftið bergmálaði af
röddum, og riddararnir þeystu fram til að sjá Ieikslokin
milli vals og hegra — þá hljóp sveinninn á vettvang.
Og hann æpti upp yfir sig af gleði, þegar valnum, sem