Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 10
332 Frá heimsslyrjöldinni mildu. IÐUNM ».. . Og þá kemur aftur þessi undarlega tilfinning, alveg gagnstæð: að menn vildu samt ekki missa neitt þessara ára úr æfi sinni; að menn óskuðu ekki að hafa verið þennan tíma, ekki brot af þessum tíma á friðsamri eyju; að menn beinlínis vænta sér ávinnings með því að þola þetta sem lengst; að menn vilja einnig taka þátt í enn verra, enn hryliilegra — af þrjózku, af löngun eftir því, sem leiðir til hins ýtrasta. Eins og í öllu þessu feldist samt eitthvað nytsamt, einhver ávinningur, eitthvert gildi, einhver þroski*. (Rudolf G. Binding: Bréf frá 22. nóv. 1917). Líkt þessu má víða lesa. I stað hrifningar og upphrópana hafa hermennirnir eignast þolinmæði, þrautseygju og þögli. Stríðið skapaði smátt og smátt úrvals hermenn, sem ekkert beit á: hljóða og alvörugefna, hlýðna og skyldu- rækna, félagslynda og fórnfúsa. A vörum þessara fámæltu manna lék oft dauft bros. Augu þeirra voru orðin stór og hvöss af því að stara mánuð eftir mánuð, ár eftir ár í sjónir dauðans. Þeir hötuðu alla mælgi og orðskrúð. Bréfin heiman að fundu þráfaldlega lítið bergmál í hjörtum þeirra. Glamur dagblaðanna var þeim viður- stygð. Heræfingar gerðu þeir að vísu á hvíldardögunum með stökustu skyldurækni, en gátu samt ekki varist háð- brosinu, sem sótti á varir þeirra. Þeir vissu alt betur. Póli- tískar dagfregnir létu þeir sem vind um eyrunþjóta. Einnig hættu þeir snemma hugleiðingum um filgang stríðsins. Þær báru engan árangur. Starf sitt ræktu þeir möglunar- laust. Það var sjálfsögð skylda. Þetta eru hinir eiginlegu hermenn, þeir hraustu og óbugandi, þeir gömlu og reyndu, margvígðir í eldi stórhríðanna. En siðar koma að heiman nýir menn, af alt annari gerð. Þeir koma með nýjar pólitískar skoðanir, með allskonar efasemdir, sem gömlu hermennirnir hristu höfuðin yfir. Þeir tóku stríðið aldrei á sig sem sjálfsagða kvöð. Milli þeirra og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.