Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 41
IÐUNN
Ferðaminningar.
363
þessi gersemi af manni, sem eg æflaði að reyna að
hafa mér augliti til auglitis í alla nótt, til að læra af
borgaralega mannasiði í járnbrautum og að minnsta
kosti til að einblína á, þegar svefnmókið ætlar að ná
tökum á mér. En hér er ekki um neitt að villast. Heild-
salinn hverfur í armana á tvíbreiðri konu sinni, þarna
fyrir augunum á mér, og að því búnu draslar hann
henni og handtösku sinni upp í einn og sama bíl og
hverfur sjálfur inn í bílinn á eftir, og síðan dragnast
bíllinn út í náttmyrkrið og hverfur, en eg stend aleinn
eftir, vonsvikinn og reglulega ergilegur.
Nú fæ eg annað um að hugsa. Inn á næstu járn-
brautarteina rennur lest, sem eg sé mér til mikillar gleði,
að ætlar til Stokkhólms og leggur þrem kortérum fyrr
af stað en lestin, sem eg hafði búist við að verða að
fara með. Eg hugsa mig ekki lengi um, en stíg tafar-
laust upp í þessa óvæntu hraðlest og kem mér fyrir í
horni á rúmgóðum vagni með fjórum bekkjum og tveim
borðum. Þarna er bezt að eg hýrist á þessari tíu tíma
náttferð, sem nú er fyrir dyrum.
Ekki er nú margt nýstárlegt í þessum þriðja flokks
vagni. A veggina eru festir kassar fyrir vindlaösku og á
gólfinu eru hrákadallar, en af þessu ræð eg það, að í
sænskum járnbrautarlestum sé gert ráð fyrir tvenns
konar siðmenningu, nefnilega að menn reyki og skyrpi
út úr sér. Á alla glugga eru límdir miðar, þar sem á er
þrykkt með feitu rauðu Ietri, að menn sé beðnir að hafa
yfirvofandi eldhættu hugfasta. Ef eg tæki þetta bókstaf-
lega, væri það víst nóg til þess, að mér kæmi ekki dúr
á augu í nótt, jafn-eldhræddum manni. Og ef svo ólík-
lega færi, að eg sofnaði, er eg viss um, að eg vaknaði
við það, að mig væri að dreyma stórbruna inni í Skugga-
hverfi; mig hefir tvisvar dreymt það á ævinni. Svo eg