Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 60
382
Fálkinn.
IÐUNN
yfir þá eftir því sem ljósopin drógust saman, þangað til
að þeir voru orðnir næstum blíðlátir að síðustu, þegar
hann rétti þeim bita af heitu blóðugu kjöti. En þeir
voru ekki að hans skapi; hann varð fljótlega leiður á
þeim, og hann var ekki lengi að taka eftir því, að eng-
inn þeirra hafði stálbringu íslenzka fálkans, né löngu,
breiðu vængina hans, og að enginn þeirra bjó yfir slíku
afli. En þó var skemtilegra en alt annað að sjá, hvernig
þeir voru tamdir til veiða eftir hinum spaklegu reglum
Modusar konungs, þegar nokkur tími var frá liðinn og
endurminningin um frelsið var farin að dofna, og þeir
móktu þunglamalegir og blindir á prikum sínum.
Fyrst varð að venja þá á að fljúga aftur, en þó með
fjötur um fót, þangað til þeim lærðist að steypa sér,
effir kalli fálkarans, yfir úttroðinn gervifugl með stórum
hegravængjum, sem sveiflaðist á bandi í ákveðna hringi
í loftinu — og það var gaman að sjá, — en við hann
var fest brjóst af lynghænu eða einhver biti af kjúkl-
ingi, sem fálkinn reif í sig með slíkri áfergju, að bræðin
yfir áþjáninni vék fyrir blóðþorstanum. Þeir vöndust svo
fljótt á þetta, að þeir hættu jafnvel að teygja hið minsta
á fjötrinum, og villieðlið blossaði aldrei framar upp í
augum þeirra. Þeir skygndust strax um eftir gervifugl-
inum, og það var aðeins fyrir siðasakir og af skyldu-
rækni, að þeir stigu upp á við í sveigum og rendu sér
síðan letilega niður í einni stórri sveiflu með gletnislegri
hæversku. Og þegar fjöturinn var tekinn af þeim, virtust
þeir ekki taka eftir því.
Nú var kominn tími til að venja þá við veiðar, eftir
því sem hverjum hæfði. Hinir minni voru látnir fást við
lynghænur, rjúpur og spörva, en þeir stærri við héra,
hegra eða gleður — gleðurnar, þessa ruddafugla, sem