Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 47
IÐUNN
Feröaminningar.
369
anlegum stellingum, en þú sérð þar fátt manna. Efnaðri
farþegarnir eru margir hverjir lagstir fyrir í svefnvögn-
unum. Þeir hafa að vísu þægilega annars flokks vagna
til afnota, en þeir vilja þá ekki, og þú hefir óþægilegan
og fremur óvistlegan þriðja flokks vagn til afnota og vilt
hann ekki heldur, en verður að sitja með hann. Svona
horfir málið við í nótt. Um dag er öðru máli að gegna.
En þó að þetta kunni að virðast smávægilegt atriði,
bendir það óþyrmilega til þess, að eitthvað sé bogið við
vestur-evrópska menning og skipulag hlutanna þar
um slóðir.
Burgeisinn í annars flokks vagninum vill ekki nýta
grænu bólstrana þar, en tekur svefnvagn. Þú vilt gjarnan
sofa á grænu bólstrunum hans, en getur það ekki og
hefir heldur ekki ráð á því að kaupa þér hvíld í svefn-
vagni, af því að þú ert staðráðinn í að fara í óperuna
í Stokkhólmi annað kveld, og það í gott sæti. Þess
vegna verðurðu að liggja með hnakkann á harðri horn-
brík í nótt og ganga svo með rungandi höfuðverk fram
eftir deginum á morgun. Og þetta færðu fyrir sérstaka
náð og af því, hve farþegarnir eru fáir í vagninum þínum.
Niðurstaðan verður sú í nótt, að vagninn með grænu
bólstrunum, langþægilegasta vistarveran í allri lestinni
að þínum dómi, er látinn nærri því ónotaður. Hann er
þér eins og diskurinn með kræsingunum var konungs-
syninum, sem ævintýrið segir, að hafi verið bundinn með
hendur á bak aftur og fætur niðri í vatni. Diskurinn var
settur á kné honum, en hann gat ekki snert krásirnar,
þó að hungrið væri að gera hann óðan.
Þetta er gamalt, hryllilegt ævintýri, sem gerist daglega
í ýmsum myndum í hinum menntaða heimi, en það er
ekki framar neitt ævintýri, það er beizk staðreynd, við-
bjóðslegur veruleiki,