Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 36
358
Ferðaminningar.
IÐUNN
blindaðir á hryllilegan og ómannúðlegan hátt, en síðan
látnir ganga sér til húðar í svartamyrkri og ólofti. —
Það kann að þykja skringilegt, en fyrst þegar eg sá
sótuga eimreið, þar sem hjól og ásar hömuðust utan á
hliðinni á vagninum, datt mér í hug einhvers konar
stórfiskur með iðrin úti. Það var munur eða hin renni-
lega bifreið, þar sem öll vélin var byrgð bak við fág-
aðan járnkassa, sem í sjálfu sér gat verið stofuprýði.
■— — — En þegar frá líður, lærir Islendingurinn að
venjast hinni erlendu menning í ýmsri mynd, og honum
skilst það smátt og smátt, að margt af því, sem honum
fannst í fyrstu afkáralegt eða skringilegt, er í raun og
veru ofureðlilegt og sjálfsagt, en hann er sjálfur barna-
legur og sérvitur. Eg lærði fyrst til hlítar að meta eim-
reiðina og hugsa hlýtt til hennar, nærri því eins og
hestsins, sem eg fékk í fermingargjöf á árunum, er eg
þaut norður Brennerskarð í fyrra sumar með hraðlest,
sem var knúin rafmagni; er eg slapp úr drepandi hita
fjalldalanna sunnan Alpa og leið norður til hinnar yndis-
legu þýzku hásléttu, þar sem bjórinn er svalur og höf-
ugur og kostar þó ekki nema tæpa fimmtíu peninga,
kannan.
— — — Þegar við komum út í Málmhaugaferjuna
er farið að byrja að rigna, og þegar ferjan er komin
út á Eyrarsund, fer að stórrigna.
Eg smokka mér inn í borðsal nokkurn og er áður
en varir kominn í hrókasamræður við háan og fölleitan
stúdent frá Lundi, með gullspangagleraugu og langar
snyrtineglur. Hann heitir Gustafson og kveðst lesa guð-
fræði. Hann hefir skroppið yfir sundið til Kaupmanna-
hafnar í dag, til að heimsækja frændkonu sína, sem er
að læra matartilbúning og fleira í dönskum Hus-
assistenta-skóla.