Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 80
402
Þrjár bækur.
IÐUNN
um eigin skoðanir og espandi hlífðarleysið við Guð og
borgaralegt þjóðfélag — alt verður þetta ofur skiljanlegt.
í fyrsta lagi er höfundurinn róttækur og byltingagjarn í
skoðunum. En um fram alt er hann róttækur í listrænum
starfsaðferðum. Ef hann vildi nota hæfileika sína til þes&
að seiða fram æsandi furðukend á þann hátt, að segja
hóglífisstétt þjóðfélagsins kitlandi og lostafengnar skáld-
sögur, myndi hann þykja hinn mesti hvalreki í bókment-
unum og fyrirgefast þetta alt og langtum meira. En af því
að hann beitir þessum hæfileika til þess að grafa undan
hagsmunum og menningarstefnu yfirstéttarinnar, er hann
orðinn vargur í véum. Þess vegna grípur hún á lofti
öfgarnar í list hans og notar þær til þess að hræða
alþýðu frá því að leggja eyru við meginboðskap hans.
Auðvitað tekst það ekki. Halldór er alt of slyngur í lisir
sinni til þess. En gætinn lesandi dregur ýmislegt frá í
fullyrðingum Kiljans, af þeim orsökum, er áður greinir,
og samt verður mikið eftir, — miklu meira af lifandi,.
skáldlegri andagift og spámannlegri orku, en öllum þorr-
anum af sómaskáldum þessarar þjóðar hefur tekist að
blása í verk sín. Það er lífsskoðun og framtíðardraumur
nýtíðarinnar, sem birtist í Alþýðubókinni í fyrsta sinn á
íslenzku. Með henni reynir Halldór Kiljan að brjóta
skoðunum nýtímans leið inn á svæði íslenzks máls og
íslenzkrar hugsunar, alla leið inn að hugum íslenzkrar
alþýðu. Og fram úr umhverfi og hugum íslenzkrar
alþýðu kveður hann skylda hljóma, fagnandi andsvar
íslenzkrar þjóðarsálar við fagnaðarboðskap nútímans. En
aðeins þó, þar sem honum tekst allra, allra bezt. Það
er ekki nærri altaf. En það er nógu oft til þess að
gefa til kynna, hve undursamlegir möguleikar búa með
þessum unga höfundi.
Og það er ekki fyrri en lesandinn hefur sætzt við
höfundinn, þrátt fyrir nýstárleik orðfærisins, galsann,.
drýldnina, tilgerðina, sem einatt bólar á, og önnur smíða-
lýti, að sýnt er til fulls, hve margir kaflar bókarinnar
eru þrungnir af orku og yndislegri fegurð. Það er engu
líkara en að málið taki stundum að ilma fyrir vitum
lesandans með dularfullri kyngi, hugsunin verður skín-