Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 71
IÐUNN
Þrjár bækur.
i.
Gudmundur Kamban: Skálholt I. Jómfrú Ragnheiður.
Það eru nokkuð mörg ár síðan ég tók að hlakka til
þess í hvert sinn, er bókar var von frá Guðmundi
Kamban. Það var þegar ég hafði lokið að lesa Ragnar
Finnsson. Ekki var það fyrir þá sök, að ég væri alls-
kostar ánægður með bókina. Það var miklu fremur inni-
legur fögnuður yfir höfundinum og hæfileikum hans. Eg
þóttist kenna í honum mann, sem mátt hefði til þess
að bregða loganda sverði á viðkvæm mannfélagsmein.
Það verkaði ofboð notalega á hugann, þetta heilbrigða
miskunnarleysi í lýsingum á hornsteinum og helgidóm-
um stéttaþjóðfélagsins, fangelsunum, ofan á alt vælið í
íslenzkum bókmentum um það til dæmis, að allir menn
væri í rauninni góðir og að »guð væri í syndinni« o. s.
frv. Auðvitað var um þá bók, sem alt annað gott, að
lesa þurfti með skyni stéttvíss manns á ofboðslegum við-
bjóðleik þess þjóðskipulags og þeirrar menningar, sem
þar birtist. Sá, er ekki var gæddur því, mun varla hafa
átt annars kost, en að vatna músum yfir örlögum Ragn-
ars Finnssonar og komast síðan við af hjartagöfgi sjálfs
sín, í stað þess, að eina rétta svarið var vitanlega að
bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, og hugsa réttlæti stétta-
þjóðfélagsins þegjandi þörfina.
Svo ljótt sem það kann að vera til frásagnar, þá fór
mér eitthvað á þá leið, þótt minna hafi orðið um efndir
en skyldi. En trygð sú, er ég þá tók við Guðmund
Kamban, hefur enzt til þessa dags. Hún jókst, er ég Ias
Marmor, beið að minsta kosti engan hnekki við bókina
Vér morðingjar, og styrktist enn ofurlítið við Sendiherr-
ann frá Júpíter. Hvað sem annars má segja um þessar
bækur, þá tekur höfundurinn þar svo skemtilega óþyrmi-