Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 71
IÐUNN Þrjár bækur. i. Gudmundur Kamban: Skálholt I. Jómfrú Ragnheiður. Það eru nokkuð mörg ár síðan ég tók að hlakka til þess í hvert sinn, er bókar var von frá Guðmundi Kamban. Það var þegar ég hafði lokið að lesa Ragnar Finnsson. Ekki var það fyrir þá sök, að ég væri alls- kostar ánægður með bókina. Það var miklu fremur inni- legur fögnuður yfir höfundinum og hæfileikum hans. Eg þóttist kenna í honum mann, sem mátt hefði til þess að bregða loganda sverði á viðkvæm mannfélagsmein. Það verkaði ofboð notalega á hugann, þetta heilbrigða miskunnarleysi í lýsingum á hornsteinum og helgidóm- um stéttaþjóðfélagsins, fangelsunum, ofan á alt vælið í íslenzkum bókmentum um það til dæmis, að allir menn væri í rauninni góðir og að »guð væri í syndinni« o. s. frv. Auðvitað var um þá bók, sem alt annað gott, að lesa þurfti með skyni stéttvíss manns á ofboðslegum við- bjóðleik þess þjóðskipulags og þeirrar menningar, sem þar birtist. Sá, er ekki var gæddur því, mun varla hafa átt annars kost, en að vatna músum yfir örlögum Ragn- ars Finnssonar og komast síðan við af hjartagöfgi sjálfs sín, í stað þess, að eina rétta svarið var vitanlega að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, og hugsa réttlæti stétta- þjóðfélagsins þegjandi þörfina. Svo ljótt sem það kann að vera til frásagnar, þá fór mér eitthvað á þá leið, þótt minna hafi orðið um efndir en skyldi. En trygð sú, er ég þá tók við Guðmund Kamban, hefur enzt til þessa dags. Hún jókst, er ég Ias Marmor, beið að minsta kosti engan hnekki við bókina Vér morðingjar, og styrktist enn ofurlítið við Sendiherr- ann frá Júpíter. Hvað sem annars má segja um þessar bækur, þá tekur höfundurinn þar svo skemtilega óþyrmi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.