Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 92

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 92
414 Ritsjá. IÐUNN Halldór Stefánsson: í fáum dráttum. Tíu smásögur. Berlín 1930. Mig minnir að það sé Georg Brandes, sem á einhverjum stað hefir sagt, að þegar nýr höfundur homi fram, þá verði manni að spyrja: Hvar er hans Ameríka? Það virðist ekki óréttlátt að heilsa nýjum höfundi með slíkri spurningu. Hvar er landnám hans, hver boðskapur hans fil samtíðar sinnar? Hvert erindi á hann, hvað hefir hann til brunns að bera, er tryggi honum þegnrétt í ríki bók- mentanna? Þar getur margt komið til greina. Höf. getur verið nýbrotsmaður í stíl eða máli. Hann getur tekið sér fyrir hendur að lýsa einhverjum sérstökum hliðum mannlífsins — eða þjóðlífs- ins — sem áður var gefinn Iítill gaumur. Hann getur gerst leið- sögumaður á áður ókönnuðum stígum um myrkvið þann, er vér nefnum sál. Eða hann getur gerst boðberi ákveðinnar stefnu eða hugsjónar og látið list sína þjóna henni, svo að viðhorf hans gagn- vart mönnum og atburðum mótist af því. O. s. frv. Um Halldór Stefánsson er það að segja, að eftir lestur þessarar fyrstu bókar hans verður manni ógreitt um svar við spurningu Brandesar. Hans Ameríka er ekki auðfundin. Hann tollir sæmi- lega í tízkunni að því er stílinn snertir, þ. e. a. s. hann hefir að nokkuru tekið sér til fyrirmyndar stíl expressionista, og er ekkert við því að segja. En ekki er Iíklegt, að hann verði nýbrofsmaður í stíl hér á landi. Hann virðist einmitt vanta persónulegan stíl — enn sem komið er. Ekki hefir hann heldur með þessari bók markað sér svið um efnisval, þar sem bíði hans sérstakt verkefni. Hann lýsir sveitalífi og kaupstaðalífi, bændum og burgeisum með nokkurn veginn sama hætti og aðrir hafa gert á undan honum — og sumir miklu betur. — Sporgöngumaður inn í myrkvið mannssálarinnar er hann ekki líklegur til að verða. Mannlýsingar hans eru fremur yfirborðslegar, þar sem á annað borð vottar fyrir slíku. Boðberi ákveðinna hugsjóna virðist hann sízt af öllu vera. Við lestur þess- ara sagna fær maður helzt þá hugmynd um höf., að honum standi svona hér um bil á sama um allt. Það er vissulega ekki auðvelt að benda á neitt það, er þessi höf. elski, og ekki heldur það, er hann hati. Hann hefir að vísu allglögt auga fyrir ýmsum andhælis- skap í fari mannanna og skipulagi þjóðfélagsins. En lesandinn trúir því einhvern veginn ekki, að nokkur alvara fylgi hirtingum hans. Hann (höf.) yptir öxlum og horfir á atburðina með kæruleysislegu kuldaglotti. Honum er sama. En þá verður lesandanum líka sama. Vfirleitt verður ekki séð af þessum sögum, hvort hér er skáld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.