Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 85
IÐUNN
Þrjár bækur.
407
sannfæra presta né guðfræðinga um skoðanir hans, þá
ætti hún að geta unnið nokkurt gagn með því að kenna
þeim auðmýkt og heilbrigt lítillæti andans, gagnvart
trúarsetningum sínum og fræðikerfum. Eg er engan
veginn sammála séra Gunnari í öllum atriðum, hef enda
ekki haft tök á né tíma til að gera þetta mál fyllilega
upp við sjálfan mig. En svo mjög er ég sammála hon-
um um afstöðu Jesú til snauðra manna og undirokaðra,
að ég tel, að kirkjudeildum þeim, sem eru þernur íhalds-
og yfirstéttar-hagsmuna, færi bezt að láta sér óviðkom-
andi, þó að um hann sé rætt. Hann kemur þeim í raun-
inni ekkert við.
Annars er það um bók séra Gunnars að segja, eins
og raunar allar bækur, allar stefnur og skoðanir, að
örlög þeirra fara ekki eftir því, hve traustum fótum þær
standa á staðreyndum fortíðarinnar, heldur hinu, hve vel
þær túlka andlega þörf, skoðun og lífsviðhorf framtímans.
Og þar hef ég, þrátt fyrir alt, sem mig greinir á við
höfundinn, leyft mér að spá bók hans lengri endingar
og meiri áhrifa en mörgu því, sem nú birtist í gervi
borgaralegrar sómamensku til orðs og æðis. Þetta byggi
ég ekki á því, að niðurstöður bókarinnar fái að standa
óhaggaðar um aldur og æfi. Og jafnvel þó að þær væru
einskis virði nú í dag, þá breytir það málinu harla Iítið.
Þær mættu þess vegna vera fjærri öllum sanni.
En vér höfum leyfi til að vænta þess, að ýmislegu
verði breytt í atvinnu- og félagsháttum þessarar þjóðar
á næstu árum. Það er að minsta kosti ekki ósanngjarnt
í landi, sem forsjónin hefur gætt »frjálslyndum umbóta-
flokki*, eins og »Sjálfstæðisflokknum«, að maður nú ekki
tali um sjálfa Framsóknina. Það er ekki ólíklega til getið,
að horf einstaklingsins við náttúrunni breytist nokkuð á
næstu árum, er notkun véla og vísindalegri ráðabreytni
í störfum færist í vöxt. Slíkt hefur oft komið fyrir áður,
og jafnan orðið til þess, að mennirnir tóku að skilja
sögu fortíðarinnar nýjum skilningi. En af þessu leiðir,
að komandi kynslóðum mun blátt áfram verða ómögu-
legt að skynja né skilja hina sögulegu persónu, Jesús, á
sama hátt og áður hefur verið gert. Þetta vildi ég biðja