Hlín. - 01.10.1902, Qupperneq 22
þetta þrísvar sinnum, og gufan er hætt að myndast eins
ört, þá skal sntía strokknum hratt 6 snúninga eða svo,
Þá skal tappinn tekinn úr og heita vatninu rent úr
honum. Að þessu búnu skal hella í strokkinn vel köldu
soðnu vatni til að kæla hann, svo að smérið ekki
loði við mnan um hann, svo skal snúa strokknum nokkra
snúninga með kalda vatninu, og hella því svo úr á
sama hátt. Úr heitu og köldu vatni ætti að þvo öll
tréáhöld sem brúkuð eru við smérverkun.
Þegar rjóminn er látinn í strokkinn, skal hann
ætíð síaður gegnmn þar til sérstaklega gert rjómasigtí,
sem er úr málmi með smágötum á botninum. Sigtinu
skal haldið í opinu á strokknum og rjómanum helt í
gegnum það ofan í strokkinn. Að sía rjómann þannig,
er aðallega til þess að gera hann allan jafn-þykkann,
svo að hann strokkist því betur og þvi fljótar; og svo
einnig til þess, að sundúrleysist sem jafnast og bezt
öll samdregin efni, eða hlaup sem kunna að hafa mynd-
ast, i rjómanum og sem iðulega valda því að smér-
ið verður mislitt, smá-blettótt eða flekkótt á litinn, og
gérir það með því óútgengilegt, þótt það sé að öllu öðru
leyti gott, og vandað.
5. StrokJmnin.
Þegar búið er að láta rjómann í strokkinn, þá má, ef
nauðsynlegt þykir, láta í hann smérlit. Betra er að
lita smérið of lítið, en of mikið, þvi að liturinn bætir
ekki smérið nema að útliti. Það er ekki hægt að gefa
algilda reglu fyrir því, hve mikið skuli lita smérið, því
að bæði er það, að smér er mismunandi að lit á mis-
munandi árstíðum, án þess nokkur litur sé látinn í það,
sem orsakast bæði af fóðri því sem kýrin hefir, og því
einnig hve langt er um liðið frá kálfburðinum, og svo