Hlín. - 01.10.1902, Síða 25
í stað þess að renna áunum undan smérinu, eins
og að framan er sagt, þá hafa sumir þá aðferð, að
moka smérinu upp úr strokknum með einskonar sigti,
og þvo svo áirnar úr því, með því að hella yfir það
vatni á smérborðinu. Þessi aðferð er góð og hreinleg,
en bezt þar sem lítið er til af vatni, því hún sparar 2/g
vatnsins sem þait við hina aðferðina, en fyrnefnd að-
ferð er óllu þægilegri, einkanlega í smérgerðarhúsum,
þar sem aðaláreynslunni er létt af mannshóndinni,
Hafl rjóminn verið of súr, þegar hann varlátinní strok-
inn, má bæta úr því að nokkru, með því að láta isJcált salt-
-ratn í strokkinn, þegar hann fer að „skiijast," eins og
minst er á hér að framan, og halda svo áfram að strokka
til enda, — en ekki of lengi. — Þvi meira sem rjóminn
er ofsúr, því meira saltvatn þarí i strokkinn. Vana-
iega dugar 5°/0 — 8°/0 af ísvatni til móts við rjómann.
Til strokkunar má strokkurinn aldrei vera meira en
hálfur af rjóma, þegar byrjaðer; en betraerþó, að hann
sé ekki fyllri en það, að 2/5 rúmsins sé fult af rjóma,
(Hér er átt við tunnustrokka er ég álít hina beztu).
Að strokka þarf vanalega ekki að taka lengri tíma
en 20 — 30 mínútur, í mesta lagi 35 til 45 minútur.
7. Aö satta smérið
Þegar smérið er tekið úr strokknum til hnoðUnar,
skal það viktað nákvæmlega. Skal það svo saltað með
nákvæmlega vissri þyngd af góðu smérsalti. Saltinu
skal dreifa yfir smérið á smérborðinu, gegnum sigti,
þegar byrjað er að hnoða það.. Það er nauðsyniegt að
salta sméiáð mátulega mikið fyrir smekk þess fólks sem
á að neyta þess. En nú eru misjafnar kröfur gerðar tii
smérsöltunar á hinum ýmsu smérmörkuðum fyrst og
fremst, og svo er mismunandi söltun nauðsynleg, einnig