Kirkjuritið - 01.01.1947, Page 8
Menntun presta á íslandi f ram að siðaskiptum
Eftir séra Benjamín Iíristjánsson
Séra Benjamín Kristjánsson hef-
ir nú um skeið unnið að þvi að
rita yfirlit um sögu guðfræði-
kennslu hér á landi í tilefni
hundrað ára afmælis Prestaskól-
ans. Grein sú, er hér birtist, og
i næstu heftum Kirkjuritsins, er
ávöxtur þeirrar sögukönnunar,
og þykir Kirkjuritinu fengur í
því, að geta birt þetta veigamikla
sögulega verk.
Ritstj.
1. Inngangur.
Eins lengi og lærdómur hefir verið iðkaður á Islandi,
lesin bók og lialdið á penna, hefir prestaskóli verið í
landinu. Þó að hér væri stunduð ættvísi og skáldskapur
fyrir aldamót 1000, framar en með öðrum norrænum
þjóðum, þá var ekki um eiginlega skóla að ræða, nema
þá lielzt í lögfræði, er maður nam af manni, eftir að
fastri stjórnarskipun var komið á 930.
Hin eiginlega skólasaga hefst með kristninni á 11.
öld. Og fram eftir öldum voru eigi aðrir skólar í land-
inu en prestaskólar, þ. e. skólar, sem klerkar eða kirkja
settu á stofn og liéldu, til að búa menn undir embætli
í þjónustu kirkjunnar, og sniðnir voru einkum nteð það