Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 10
4
Benjamin Kristjánsson:
Jan.-Marz.
til messusöngs, og fór sú þörf vaxandi, eftir því sem
l'leiri kirkjur voru reistar. Getur Evrbyggja saga þess,
að strax og þingi var lokið, árið 1000, liafi Snorri goði
látið kirkju gera að Helgafelli, en aðra Styrr, mágur
hans, undir Hrauni, og hafi það fyrirheit kennimanna
hvatt menn mjög til kirkjugerðar, að maður skvldi jafn
mörgum mönnum eiga heimilt rúm i himnariki, sem
standa mætti í kirkju þeirri, er hann léti gera. Er liér
sennilega átt við kennimenn þá, er komu út með Gizuri
hvíta og störfuðu síðan að því að skíra landsfólkið.
En fyrr liafði Þorvaldur Spakhöðvarsson reist kirkju að
hæ sínum Ási í Hjaltadal, eða árið 984, og er sú kirkju-
smíð sett i samhand við kristnihoð þeirra Þorvalds
Ivoðránssonar og Friðreks hiskups, er hér boðuðu fyrst-
ir kristna trú. Þá lét Þorvaldur skattkaupandi kirkju
gera að hæ sínum að Fróðá, enda flutti Snorri mjög
við Vestfirðinga að við lcristni væri tekið, og má gera
ráð fyrir, að álíka viðbragðsfljótir hafi höfðingjar orð-
ið víða um land. Hafa goðarnir sennilega talið sér skylt,
að byggja kirkjur lianda þingmönnum sínum og má
vera, að stundum liafi hofunum verið, með lítilli fyrir-
höfn, hreytt í kirkjur, eins og vitað er, að gert var stund-
um í Noregi. Eru til sagnir um nálega þrjátíu kirkjur
frá fyrstu áratugum kristninnar, hér á landi, en án efa
hafa þær verið miklu fleiri, þvi að hending ein i'æður,
á livaða kirkjur er minnzt í heimildarritum vorum.
Verður þá auðskilið það, sem Eyrbyggja segir, að prest-
ar urðu ekki til að veita tiðir að kirkjum, þó gervar
væri, því að þeir voru fáir í þann tkna1).
Þetta ræður að líkunx, þar seixx allur þorri laixdsmamxa
var heiðinn, áður exx kristni var í lög tekiix, og liixxir
fáu, seixx kristniboðar Ólafs konungs Tryggvasoxxar
liöfðxx sixúið, voru ólæi’ðir og' nýgræðingar i trúnni. Eixn
ei'fiðara var þetta fyrir þá sök, að engin yfirstjórn
!) Eyrbyggja saga 49. kap.