Kirkjuritið - 01.01.1947, Page 12
Benjamín Kristjánsson:
Jan.-Marz.
(i
sem líkur benda til, þá hafa þeir aldrei verið mjög marg-
ir. 1 Noregi, því landinu, sem íslendingar höfðu mest
viðskipti við, var einnig prestafæð á þessum árum, enda
væri það undarlegt, ef Ari fróði eða aðrir rithöfundar
vorir liefðu þá ekki liaft meiri sagnir af þessu, ef mikið
liefði að því kveðið. Þó liafa þessir fyrstu klerkar ís-
lenzku kirkjunnar haft örlagarík álirif á kristni vora,
eins og enn mun sýnt verða. Þeir hafa menntað og mót-
að liina fyrstu íslenzku presta og þar með kirkjumálið
allt. I þessu samhandi er vert að veita því athygli, að
Snorri goði sendir einmitt einn son sinn, Guðlaug að
nafni, í klauslurskóla á Englandi, og þótti hann siðan liinn
hezti klerkur til dauðadags, og var nefndur Guðlaugur
munkur1). Á þetta að liafa verið kring um 1015. Mætti
það hafa verið eftir tilvísan liinna enskmenntuðu klerka-
sveitar Þormóðs, sem Guðlaugur leggur leið sína þang-
að, og kunna fleiri að hafa verið sendir, þó hvergi sé
getið. Annar islenzkur ltlerkur er nefndur í Heiðarvíga-
sögu, Eldjárn að nafni, og' á hann að liafa búið á Varma-
læk um 1012. Þá er getið um Bárð, vestfirzkan prest,
sem ungur að aldri var í förum með Sleini Skaftasyni í
Noregi um 10252).Hann var sagður „lærður heldur lítt“.
Þetta munu vera einhverjir fyrstu íslenzku prestarnir,
sem sagnir eru af og veit enginn, hvar tveir liinir síðar-
nefndu hafa numið prestslærdóm sinn.
En það verður auðsætt af kirkjumálinu norræna, að
drjúg hafa orðið áhrif enskmenntaðra klerka á íslenzka
kristni: Þarf eigi nema að benda á örfá algengustu orð
kirkjumálsins eins og t. d. kristindómur, kirkja, prestur,
hiskup, hók, ræða o. s. frv. eða sagnirnar rita og undir-
standa, til að sjá, hversu orðaforði sá, er tilhevrir kristnum
fræðum og bókmenntum, er sóttur i engilsaxneska tungu,
í öðru lagi eru nógar heimildir til fyrir þvi, að þorri
J) Heiðarvíga saga 12. kap. Ævi Snorra goða.
2) Hkr. Ólafssaga helga 138. kap.