Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 48
12
Ásmundur Guðmundsson:
Jan.-Marz.
kristilegt félagslíf og fræðslu, en viljum þó heldur vera
trúarinnar megin eða að minnsta kosti að börnin okk-
ar séu það.
Það er að segja: Við erum hvorki heitir né kaldir,
lieldur hálfvolgir.
IV.
Nýja testamentið kveður upp þungan dóm yfir hálf-
velgjunni. Jesús Kristur mælir máttugnm varnaðarorð-
uin gegn lienni og hvetur menn til að taka ákveðna af-
stöðu með sér og boðskap sínum.
í Opinberunarbókinni segir svo m. a. í hréfinu lil
Laódíkeusafnaðar.
„Eg þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né
heitur, hetra að þú værir kaldur eða heitur. Því er það:
Af því að þú ert liálfvolgur, og ert hvorki heitur né kald-
ur, mun eg skyrpa þér út úr munni mínum, — af því að
þú segir: Eg er ríkur og er orðinn auðugur og þarfn-
ast einksis, — og' þú veizt elcki, að þú ert vesaling’ur og
aumingi og fátæklingur og' hlindur og nakinn. Eg ræð
þér, að þú kaupir af mér gull, hrennt í eldi, til þess að
þú verðir auðugur, og Iivít klæði, til að skýla þér með,
og eigi komi í Ijós vanvirða nektar þinnar, og smyrsl
að smyrja með augu þín, til þess að þú verðir sjáandi“.
Og' þegar Jesús sér menn standa álengdar, ósnortna
af guðsríkisboðskapnum, sem hefir farið eldi um hvggð-
ir Galíleu, segir hann: „Sá, sem ekki er með mér, er á
móti mér, og' sá, sem ekki samansafnar með mér, liann
sundurdreifir“. Hann veit, að þessi óskýra afstaða og
tregða mun leiða til þess, að tálmað verði útbreiðslu
Guðs ríkis, og þessir menn muni skipa sér í andstæð-
ingaflokk hans.
Hann krefst þess, að menn séu heilir og einlægir og
hlýðnist kalli hans þegar í stað skilyrðislaust. Þegar hon-
um er svarað, að hitt eða þetta verði að gjöra fvrst áð-
ur en orðum hans sé sinnt, svarar hann „Lát hina dauðu