Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 78
72
M. J.: Sunnudagaskólar.
Jan.-Marz.
spjöldin í o. s. frv. Allt þetta er nauðsynlegt og allt þetta
þarf að gera í sameiginlegri miðstöð, en er mjög erfitt
einstökum skólum.
Fæst ríkið til þess að stofna embætti sunnudagaskóla-
stjóra?
Ég held að reynslan af starfi söngmálastjórans sé
þannig', að hún mundi mjög stuðla að þessu. Ég liefi
átt tal við þingmenn utan af landi, sem ekki vilja neitt
liorfa í það, sem til þess starfs fer, og vilja þó gjarnan
halda utan um fé ríkissjóðs eins og rétt er. En árangur-
inn er svo ótvíræður.
Og ég er sannfærður um, að árangur hins starfsins
yrði ekki síðri, ef jafnvel tækist um framkvæmdina.
Mjög mikið, og ef til vill allt, veltur á því, livort til
starfsins fengist maður, sem til þess væri fallinn. Sá
maður þarf að vera afhurðamaður í þessu efni, og þó
umfram allt áhugasamur, hjartsýnn og glaðlyndur.
Hann verður að elska starfið og börnin, sjá ekki sól-
ina fyrir því, vera eirðarlaus trúhoði, er leggur alla
krafta fram og finnur, að liann er að vinna í þarfir Guðs
ríkis og þjóðarinnar, óháður pólitískum flokkum, laus
við trúmálaþrætur.
Slíkur maður myndi verða hinn hezti gestur allsslaðar.
IJvað sem annars er um kristindómsáhuga, þá þykir
foreldrum vænt um livern þann, sem hlynnir að því
góða í hugum harnanna þeirra. Ef starf sunnudaga-
skólastjórans tækist, er ekki hætta á öðru en að lionum
yrðu sköpuð starfsskilyrði, og staða hans yrði ekki tal-
in eftir.
Árangurinn væri svo Guði falinn. Hann einn getur
gefið þennan vöxt eins og annan. Án hans lifnar ekkert
fræ, sprettur ekkert líf, hvorki í moldu né mannanna
iijörtum.
Magnús Jónsson.