Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 77
Kirkjuritið.
Sunnudagaskólar.
71
Heimafólkið verður auðvitað að lialda uppi sunnu-
dagaskólanum eins og kirkjukórunum, prestar, ldjóð-
færaleikarar og áhugasamt fólk, konur og' karlar. Ein
kona eða einn karlmaður, sem nógan áhuga á, getur
tryggt sunnudagaskólastarfið á einum stað, og unnið
með því hið göfugasta verk, hvort sem mikið ber á því
eða litið. Eitt verkefni skólastjóra þjóðkirkjunnar væri
einmitt það, að finna slíkt áhugafólk og leysa úr læðingi
þá huldu krafta, sem þar búa.
Menn harma oft að sjá fossinn falla ár eftir ár og öld
eftir öld án þess að kraftar hans séu nýttir til þess að
vinna Ijós og yl lianda þeim, sem hjá honum húa.
En ekki er minna virði að finna þá birtugjafa og vls,
sem til eru viðast rneðal mannanna. Margt stórmenni
kirkjunnar hefir einmitt unnið sitt mikla starf með því
að beizla hina huldu krafta í mannsálunum, t. d. starfs-
löngun ungmenna, þjónustulund kvenna til liknarstarfa
s. frv.
Sunnudagaskólastjórinn verður auðvitað fyrst og
fremst að eiga frumkvæðið, vekja starfið, koma sunnu-
dagaskólum af stað, finna form þeirra og aðferð á hverj-
um stað, starfa fyrst og kenna kennurunum.
Því næst verður hann að hafa eftirlit með því, sem
komið er, lieimsækja skólana, vekja þá til aukins lífs,
gera úr.þeim sjálfstætt starf. Það vekur t. d. vitundina
um starfið, ef sunnudagaskólinn getur haft einhverja
samkomu, jólatré, sumarferð eða jafnvel þótt ekki sé
uema að láta taka af sér mynd saman.
Umfram allt ekki stirðna í formum og hátíðlegheit-
um fram yfir það, sem eðlilegt er og skapast af sjálfu
sér. Börn eru næm á það, hvað er ekta og hvað tilbúið.
Og börn eru börn.
Þá þarf sunnudagaskólastjórinn að sjá um allslconar
hjálparmeðul, sem að vísu eru ekki víðtæk, en rnjög
Uauðsynleg, svo sem sönghefti, texta og nótur, myndir
til að sýna og spjöld til að gefa og bækur til að festa