Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 84
78
Pétur Magnússon:
Jan.-Marz.
á góðu heimili. Og' þannig mætti lengi telja. — Flest af
slikum yrkisefnum eru nú sem óðast að fölna — sum
þegar alveg búin að tapa lit sínum. — Það væri t. d.
áreiðanlega enginn skussi, sem megnaði nú að gera
einhvern Lygamörð eða Gróu á Leiti að virkilega drama-
tískri persónu í leikriti. Þó væri liitt sennilega ennþá
betur af sér vikið, ef einhverjum tækist á vorum dög-
um að gera það að uppistöðu í skáldverki, að eiginmað-
ur hefði uppgötvað á fyrstu nótt lijónabandsins, að
brúðurin væri ekki ósnortin mey. Rithöfundur, sem
megnaði að koma nútíma lesendum í geðshræringu út
af þvi, kynni áreiðanlega tökin á Pegasusi. —
— Ýmsir af áberandi rithöfundum vorra tíma virð-
ast gera sér sérstakt far um að draga i verkum sínum
dár að trú og siðgæði. Aðalsögulietjur þeirra eru ó-
sjaldan menn, sem skortir þetta hvorttveggja, en eru
þrátt fyrir það leiddir i gegnum atburði skáldverksins
á þann hátt, að ætla má að höfundurinn sé þar að stilla
upp fyrirmyndum. Iðulega eru þessar fyrirmyndir látn-
ar eiga í höggi við einhverja málsvara trúarinnar eða
gamalla og góðra siða, og' þá venjulega þannig, að hin-
ir síðarnefndu eru látnir láta í minni pokann. — Senni-
lega gera slíkir höfundar sér ekki Ijósa grein fyrir því,
liversu mjög sum list er háð trú og siðgæði. Sennilega
hafa þeir ekki áttað sig á því, að flest af mestu lista-
verkum heimsins myndu ekki liafa getað orðið til nema
fyrir kraft þessara mannlegu eiginleika. Og þá liklega
ekki heldur á liinu, að fólk, sem stendur á mjög lágu
trúar- og siðgæðisstigi, er litt hæft til að njóta slíkra
verka. Matteusar-passían eftir Bacli fær ekki náð til
sálna, sem hafa allan hugann bundinn við jarðneska
muni. Skáldverkið Faust ekki fundið hljómgrunn hjá
þeim, sem aldrei liafa reynt að hugsa alvarlega um þýð-
ingu og tilgang lífsins. Og fyrir fólk, sem hefir tamið
sér að líta á ástamál mannanna eingöngu í ljósi kyn-