Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 9
Kirkjuritið.
Menntun presta á íslandi.
3
fyrir augum, að sjá þessari stofnun fyrir sæmilega
menntuðum starfsmönnum. Svo var enn, þegar latínu-
skólar voru reistir á biskupsstólunum eftir siðaskiptin,
og reyndar liélzt sú skipan fram á 19. öld. Úr þessum
skólum gengu menn beint inn í prestsstöðuna, og' var
það langsamlega meiri hluti lærisveinanna, sem liurfu
að því ráði, enda voru preslsembættin í stórum meiri
hluta allra opinberra starfa í landinu. Að latnesk tunga
sat löngum í öndvegi alls lærdóms, stafaði af því, að
hún var fram eftir öldum sameiginlegt mál allra lær-
dómsmanna, og á þá tungu voru ritaðar ýmsar sígildar
bókmenntir og' helztu fræðirit kirkjufeðra og annarra
miðalda guðfræðinga. Einnig fór tíðasöngur allur fram
á latínu i kaþólskum sið, og þannig var latinan bið eig-
inlega kirkjumál.
Þvi má þó ekki gleyma í sambandi við þessa skóla,
að það voru þeir, sem fyrst veittu straumum almennrar
Evrópumenningar inn i landið. Þeir opnuðu ný víðerni
hugsana og kennda. Þeir gerðu Islendingum kunnar
liinar fögru listir að lesa og' skrifa, og komu þannig af-
komendum víkinga og vígamanna í andlegt samfélag
suðrænnar o,g austrænnar mennigar, og fengu eðlis-
grónum gáfum þeiiTa ný liugnæm viðfangsefni, sem
áður voru þeim lokaður heimur. Þeir létu hugsjónir krist-
indómsins flæða, eins og' vorlæki yfir lirjóstuga jörð
vígaferlanna og barátlu lundarinnar og' komu Islend-
ingum í samband við það, sem bezt hafði verið liugsað
°g' ritað hjá liinum fornu menningarþjóðum: Grikkjum
°g Hómverjum. Þeir ólu upp þá rithöfunda, sem lögðu
grundvöll, er aldrei mun fyrnast, að íslenzkum bók-
nienntum. Þýðing þeirra verður þvi aldrei ofmetin fyr-
lr islenzka menningu.
2. Kristni komið á ísland.
Þegar kristni var lögtekin á íslandi, lilaut fljótt að
bera brýna nauðsyn til, að margir klerkar væri lærðir
1*