Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 92
86
Pétur Magnússon:
Jan.-Marz.
skjótlega taka að vaxa á ný. — Þá munu ef til vill verða
til tónverk á móts við Matteusarpassíuna og níundu
liljómkviðuna og þá munu ef til vill verða til ný ljóð,
sem jafnast á við ljóðin um Gretu við rokkinn. — Og'
þá mun ungur menntamaður sennilega ekki hneykslast
á þvi, þó að falsað nafn á víxli geti orðið þungamiðjan
í atburðaröð í leikriti.
Pétur Magnússon.
Syng Guði dýrð.
Sálmar og andleg tjóð. Frumsamið hefir og þýtt
Vald. V. Snævarr skólastjóri. Útg. Þorst. M. Jónsson.
Vald V. Snævarr er orðinn íslenzku kirkjufólki góðkunnur fyr-
ir sálmakveðskap sinn. Nefni ég þar einkum þann sáhn hans,
er margir kunna og unna: Þú, Kristur, ástvin alls, sem lifir“.
Kom sá sálmur fyrst á prent fyrir mörgum árum i litlu sálma-
safni höf., er hann nefndi fífelgist þitt nafn, en er nú ásamt
nokkrum fleiri sálmum höf. kominn inn í hina nýju sálmabók
þjóðkirkjunnar. Fjöldi sálma, sem V. Snævarr hefir frumorkt
og þýtt, liefir áður birzt í blöðum og tímaritum á víð og dreif,
og eru nú sumir þeirra prentaðir i þessu nýja sálmakveri lians,
auk áður óprentaðra sálma og Ijóða.
Sálmarnir og ljóðin í kveri þessn eru með sönni einkennum
sem annar andlegur kveðskapur Valdimars. Skin út úr þeim
barnslegt trúartraust, björt, kristin lífsskoðun, laus við allar
sérvizkukreddur, gamlar eða nýjar. Tilgangur höf er augljós:
að Guði sé sungin dýrð í kristnum söfnuði. Valdimar er góður
sonur kristinnar kirkju, og vill lielga málstað hennar þá náð-
argjöf, sem honum er gefin. Af sálmunum i kveri þessu þykir
mér vænst um tvo, nr. 28 og 35. En fleiri eru þar falleg Ijóð og
sálmar, þótt þeirra sé eigi sérstaklega getið.
Frágangur þessarar litlu bókar er snotur, en prófarkalestri
mjög ábótavant, og er slíkt, þvi miður, ekki einsdæmi um ís-
lenzkar bækur nú á dögum.
Á. S.