Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 21
Kirkjuritið.
Menntun presta á íslandi.
15
en með tíundarlöggjöfinni 1096, en erfitt er þó að hugsa
sér annað, en að kirkjubændur hafi orðið að gjalda
prestum ákveðið kaup, ella hefðu þeir varla nokkra
fengið. Kaupið er að visu lágt, en þó nálægt því helm-
ingi hærra en það, sem algengir verkamenn fengu.
Vitanlega giltu aðrar reglur um presta þá, er lærðu af
sjálfs sín fé, eða voru kostaðir af frændum sínum, og
seldi presturinn þá tíðir, sem liver annar verkamaður
vinnu sína. Mátti hann þó ekki selja dýrara en XII merk-
ur Alþinga á milli, samkvæmt Kristinna laga þætti (6),
nema biskup leyfi vegna samgönguörðugleika. Auk
þess var þeim goldið fyrir aukaverk og var kirkjubónda
skylt að fæða hann og ala hest lians, er liann söng þar
tíðir1). En stórar sektir lágu við embættisafglöpum öll-
um. Lögkaup þingapresta til forna hefir þannig naum-
ast verið eins lítið og af liefir verið látið, jafngilti nærri
finim kýrverðum eða um 10 þús. krónum eftir núgild-
andi verðlagi.
Þó að Kristinna laga þáttur sé eigi i letur færður fyrr
en á dögum hiskupanna Þorláks Runólfssonar og Ket-
ils Þorsteinssonar, má samt ætla, að ýms ákvæði hans
séu eldri en frá þeim tíma. Einkum hera ákvæðin um
ánauð heimilispresta þess vitni, að vera frá öndverð-
um dögum kristninnar hér á landi, þegar prestafæð var
svo mikil, að til vandræða horfði. Þegar líður fram á 12.
öld, liefir þetta ekki verið orðið svo slæmt, að til slíkra
óyndisúrræða yrði að grípa, enda þá orðin meiri virð-
hig á lærðum mönnum.
Hvort sem meira liefir valdið, að umkomulitlir menn
höfðu lítinn áliuga fyrir að láta herja sig til bókar og
þrælka síðan, eða augu goðorðsmanna og höfðingja
lukust brátt upp fyrir þeim menningarlega ávinning,
sem fólgin var í þeim lærdómi, er kirkjan liafði að hjóða,
þá urðu brátt nokkur straumhvörf um val manna í
x) Grágás bls. 21.