Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 16
10
Benjamín Kristjánsson:
Jan.-Marz.
um, að uppfræða kennimenn, og' hefir það verið upp-
liaf þess skóla, er þar liélzl lengi í Haukadal siðan. En
Kols naut ekki lengi við og andaðist hann eftir fá ár, og
var grafinn fyrstur biskupa í Skálholti, að vitni Ilung-
urvölcu.
Um það levti, sem Kolur andast, eða kringum 1030,
kom hingað til lands enskur biskup að nafni Rúðólfur.
Eftir samtímaheimildum var hann tiginborinn mjög,
frændi Rúðujarla og Játvarðs konungs góða1). Hann
var einn af þeim biskupum, er kom frá Englandi með
Ölafi konungi helga, og m'á vera að konungur liafi ein-
mitt kvnnzt honum i Rúðu, þar sem Rúðólfur á að
liafa verið prestur, einhverntíma. Vann hann að eflingu
kristninnar í Noregi meðan Ólafs konungs naut við og
liefir þvi verið sæmilega fær i norrænu, en hefir lík-
lega hrökklast úr landi eftir Stiklastaðaorustu og fer þá
á fund Libentiuss erkibiskups í Brimum2). Virðist liann
fara beint til íslands af fundi erkibiskups, hvort sem
erkibiskup hefir sent hann, eða förin hefir verið ráðin
áður, að undirlagi Ólafs konungs. Rúðólfur dvaldi hér
á árunum 1030—’49 og segir Hungurvaka, að liann
byggi á Bæ í Borgarfirði, en aðrar heimildir segja, að
hann hafi húið á Lundi, en sett munklífi á Bæ. Hvort
sem hér hefir verið um eiginlegt klaustur að ræða eða
eigi, þá er ekkert sennilegra, en að Rúðólfur hafi haft
með sér kennaralið og lialdið skóla í Bæ, þau ár, sem
hann dvaldi hér, og að þangað hafi allmargir farið til
lærdóms. Hefir biskup verið orðinn vel talandi á nor-
ræna tungu, og tekið hér upp hinn sama sið og tíðkazt
hafði á Englandi, að nota móðurmálið við kristniboð-
unina, jafnhliða hinni latnesku tungu. Hafa um þennan
skóla borizt hingað til lands vms guðfræðileg miðalda-
Saxakronika, ár 1050.
2) Brimaannálar.