Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 33
Kirkjuritið.
Menntun presta á Islandi.
27
lærdóms og atorkumaður og Árni var, hafi reynt af
frenista megni að framfylgja þeim ákvæðum, er hann
átti sjálfur hlut í að setja.
Eftir dauða Staða-Árna var sex ár biskupslaust í
Skálholti og' er þá þess að vænta, að skóli hafi fallið
niður. En á biskupsárum systursonar lians, Árna Helga-
sonar (1304—’20) er sennilegt, að einhverri kennslu
hafi verið haldið uppi i Skálholti. Árni Helgason hafði
verið fóstraður og' sjálfsagt uppfræddur af frænda sín-
»m og var síðan lengi kirkjuprestur í Skálholti og
nánasti samstarfsmaður Árna biskups Þorlákssonar og
var með honum á ferðum hans utanlands. Hefir Árni
hiskup Helgason verið mikilhæfur maður, enda mikils
virtur af landsmönnum og Hákoni konungi hálegg. Þá
var mikil sókn í Skálholti um allt ísland, einkum um
horláksmessu1), meðan hann var biskup, og sýnir það
ineðal annars umhyggju biskups fyrir prestum, að hann
hom á stofn lærðra manna spitala i Gaulverjabæ. En
ónæðissamur hefir þó biskupsdómur hans verið, þvi
aÓ á hans dögum brann kirkja i Skálholti og varð hann
að reyta saman fé til kirkjubyggingarinnar um land
allt. Þar brann og húsbúnaður staðarins nær allur,
bækur, kantarakápur og' episcopalia. Varð biskup þá
að fara utan til að afla sér kirkjuviðar og' annara gagna.
Er sagt að hann hafi komið út 1310 með kirkjuvið og
rnargar gersemar aðrar, er Hákon konungur og drottn-
ing hans og aðrir hinir beztu menn í Noregi gáfu til
staðarins í Skálholti, og þar með miklu valdi, er kon-
ungur hafði gefið honum, og hefir hann þvi sennilega
haft hirðstjóravald2). Allt þetta hefir dreift kröft-
um hans. Á öndverðum biskupsárum hans (1307) komu
þeir Lárentíus Kálfsson og' Björn kórsbróðir út, í um-
boði erkibiskups til að athuga kirkjustjórnina á ís-
x) Bisk. I, 809.
2) Flateyjarbók IV, 339.