Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 28
22
Benjamín Kristjánsson:
Jan.-Marz.
svo þaulsætinn sem hann var á staðnum, því að vitan-
lega hefir það verið takmarkaður tími, sem biskup-
arnir Iiafa haft til að sinna kennslustörfum. En auð-
séð er að Tjörfi hefir verið þarfur maður í Skálholti,
hvort sem liann hefir verið kirkjuprestur, kennari, rit-
ari biskups, eða þetta allt saman.
Um Þorlák biskup Runólfsson (1118—1133) er það
tekið frani, að hann liafi tekið „marga menn til læring-
ar og urðu þeir síðan góðir kennimenn, og i mörgu
efldi hann kristnina á íslandi”1)- Hann hafði verið
uppfræddur í Haukadal og varð snemma bænahalds-
maður mikill og' skjótur í skilningum. Skýrir Hungur-
vaka þannig frá háttum hans, að „hann söng hvern
dag þriðjung af psaltara seint og skvnsamlega, en þess
á milli kenndi hann eða ritaði, eðr las yfir helgar ritn-
ingar, eðr læknaði ráð þeirra manna, er þess þurftu
og á hans fund koniu; aldrei var hann iðjulaus“2).
Þess má vænta, að Magnús biskup Einarsson (1134—
1148) hafi Iialdið áfram skóla Þorláks biskups, þó að
þess sé ekki sérstaklega getið. En það liggur í hlutarins
eðli, að hinir „mörgu menn“, sem Þorlákur Runólfsson
tók til læringar, liafa naumast allir verið útlærðir við
andlát hans, og' hefir því Magnús Einarsson naumast
farið að vísa þeim á burt, né prestum þeim, sem starfað
hafa að kennslu þeirra, enda væri það ólíkt skap-
lvndi hans eftir því sem honum er lýst. „Hann var
ljúfur og' lítillátur við alla, stórlyndur og staðfastur í
skapi, frændrækinn og fullræðasamur, margfróður og
málsnjallur“3). Hefir biskup verið hinn mesti skörung-
ur og afbragðsmaður eins og' hann átti kvn til og ekkert
til sparað, að efla hag' og heill kirkjunnar. Má því nærri
geta, að eigi hefir svo örlyndur maður sparað fé stóls-
1) Bisk. I, 73.
2) Bisk. I, 74.
3) Bisk. I', 76.