Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 61
KirkjuritiS. Dr. K. L. Reichelt og kristnib. hans. 55
blátt áfram sagt lionum, hvernig prestur ætti að vera
°g vinna. Og eftir það varð liann fyrir áhrifum af Ox-
fordhreyfingunni. Eftir það fékk hann köllun til að
gerast kristniboði og starfa með föður sínum. Minnist
bann jafnan með mikilli vinsemd trúaða fólksins í
söfnuðinum, er færði honum Konkordiubókina að gjöf,
°g sögðu að hana mætti ekki vanta í bókahylluna hjá
neinum presti. Enginn þarf að efast um, að það var hin-
iun gamla krislnihoðshöfðinga mikið fagnaðarefni, að
sonur lians, sem var prestur, skyldi eignast lifandi trú
°g gerast kristniboði með honum.
Þegar ég kvaddi dr. Reichelt árið 1940, sagði hann:
»Það verður engin stutt vinátta okkar í milli“. Og vegna
starfs míns árin 1944—1946, fékk ég tækifæri til að
sýna þetta í verki, með því að ég vann þá með' Lutheran
^Vorld Convention. En sú stofnun hafði til umráða fé,
senr gefið var af Amerikumönnum til hjálpar lúthersku
kristniboði um allan heim. Yoru við Prestaskólann, þar
sem ég kenndi, tveir af munkum, sem dr. Reichelt lét
sér annt um. Annar dvaldi þar sem gestur, með því að
bann var þá ekki orðinn kristinn maður. Ilinn var aft-
llr á móti stúdent í guðfræði, og mun lialda námi sínu
áfram, og er það von vor að hann verði góður prestur.
Þyrir þá aðstoð er vér veittum þessum munkum, voru
vinir mínir frá Tao Feng Shan þakklátari en vér átl-
hm skilið.
Kristniboðsaðferðir dr. Reichelts.
Allmikið hefir verið ritað með og á móti þeim að-
forðum, sem dr. Reichelt notar í sínu starfi, með því
að þær eru allólíkar þeim aðferðum, sem flest kristni-
boðsfélög nota. Líta sumir svo á, að hann sé á brautum
þeim, er áður leiddu liina fornu kirkju Nestoringa til
samsteypu við heiðnu trúarbrögðin í Kína á miðöldun-
Um, 0g loks að gjöreyðingu. Eru til allmiklar bókmennt-
ir um þetta efni.