Kirkjuritið - 01.01.1947, Page 26
20
Benjamin Kristjánsson:
Jan.-Marz.
ur prestur“. Ástúðugt var mjög með Jóni og honum.
Hann andaðist í Skálholti1). Eigi eru nafngreindir
fleiri lærisveinar Isleifs, en sennilegt er það t. d. að
Guttormur prestur Finnólfsson hafi verið lærisveinn
hans, sá er Isleifur valdi til biskups eftir sig og taldi
bezt fallinn til þess vanda samlendra manna, og get-
ur mætti leiða uin fleiri.
Ekki geta heimildir vorar um skóla i Skálholti á dög-
um Gizurar biskups (1082—1118) og ætla þvi sumir,
að hann muni hafa látið Teit bróður sinn í Haukadal
bera liita og þunga dagsins i þessu efni. En lieldur er
það ólíklegra, jafn mikill skörungur og' athafnamaður
sem Gizur biskup var. Sjálfur hafði hann verið lærður
í Saxlandi, i hinum sama skóla og faðir lians, og hefir
hann efalaust verið sendur þangað kornungur eins og
venja var. Það er því eigi ástæða til að ætla, að liann
liafi lært fyrst í skóla hjá föður sínum, eins og Lsumir
lialda, því að Ari fróði, sem vel mátti um þetta vita,
getur þess ekki og nefnir ekki nema tvo hiskupa, er í
Skálholti hafi lært, þá Jón og Kol. Styður þetta það,
að Gizur liafi verið barn að aldri, er hann var sendur
i klausturskólann og hefir liann dvalizt þar fram um
tvítugsaldur. Segir Hungurvaka, að liann hafi verið
vígður til prests „þegar á unga aldri“2) og verður þetta
ekki skilið öðruvísi en að liann hafi verið vígður með
undanþágu, það er yngri en 24 ára, sem var sá aldur
er vígja mátti menn yngsta prestsvígslu, samkvæmt
kanoniskum rétti Ber og öllum heimildum saman um,
að Gizur hafi verið frábær maður að atgervi öllu og
þá sennilega einnig fljótur til náms. Annars virðist
liann ekki hafa haft mikið kyrrsæti hinn fyrra liluta
ævi sinnar, né fest hug sinn mjög við kirkjuleg em-
bætti, því að lians er einkum getið við farmennsku
1) Bisk. I, 172—173; 245—246.
2) Bisk. I, 66.