Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 88
82
Pétur Magnússon:
Jan.-Marz.
skuggamyndir neikvæðar verkanir. — Sálfræðingar og
uppeldisfræðingar hafa á siðari árum fært óyggjandi
rök fyrir því, að í uppeldislegu tilliti sé fátt skaðlegra
en það, að vera sifellt að þrástagast á syndum manna
og ófullkomleik. Það, sem einkum ríði á, sé að vekja
sjálfslraust mannsins, glæða trú hans á hið góða í sér,
benda honum á göfug verkefni og lijálpa honum til að
átta sig á því, að dyggðin og' hamingjan eiga saman leið.
— Að mínum dómi her rithöfundum og öðrum lista-
mönnum, engu síður en þeim, sem starfa að uppeldis-
málum, að gera sér þetta vel Ijóst — og' að starfa sam-
kvæmt því. Ábyrgðin á hamingjusamlegri framvindu
mannlífsins hvílir ekki síður á þeirra herðum en hinna
síðarnefndu.
— Þessi staðhæfing knýr mig til að víkja aftur nokkru
nánar að skoðun þeirra manna, sem halda því fram,
að listin sé bara fyrir listina, og að það hvíli því engin
sérstök slcylda á henni um það að verka hætandi á mann-
lífið. — Til þess að átta sig vel á því, hvort slík skoðun
muni hafa við rök að styðjast, er nauðsynlegt að gera sér
ljósa grein fyrir því, hvað orðin „sönn list“ fela í sér.
— í mjög fáum orðum sagt, er sönn list sá framsetning-
armáti í tónum, litum, tréskurði, myndhöggi, orðum
eða tilhurðum, sem er hezt fallinn til að liafa einhver
ákveðin tilætluð áhrif á mannlega sál. í listinnni lilýtur
með öðrum orðum að felast einhverskonar hoðun. —
Sé nú gert ráð fyrir að markmið listamannsins sé ekki
það að hefja mannsálina, heldur að draga hana niður,
sjáum vér, að list lians — ef list skyldi kalla — lendir i
algerða andstöðu við fegurðarlmgtakið, sem ávallt hef-
ir verið knýtt við listina — s. h. orðið fagurfræði — og
er líka óleysanlega bundið henni. Það sem miðar að
því að draga niður á við — það, sem er fjandsamlegt
hinu nytsama og góða, er um leið fjandsamlegt fegurð-
inni. Þannig hefir þetta jafnan horft við frá mannlegu
sjónarmiði. Hið fagra og listræna og liið nytsama og'