Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 38
Jan.-Marz.
Náðarár
„Andi Droítins er yfir mér, af því að liann hefir
smurt mig til að flytja fátækuni gleðilegan hoðskapj
liann liefir sent mig til að hoða bandingum lausn, og'
blindum, að þeir sluili fá aftur sýn; til að láta þjáða
lausa; til að kunngjöra hið þóknanlega ár Drottins“.
Þessi orð Jesaja spámanns tekur Jesús frá Nazaret
og lieimfærir þau til sin sjálfs. Og öll sagan síðan hefir
sýnt, að þetta gerði hann með fullum heilögum rétti.
Því liann var og er sendur og kominn á þessa jörð til
þess, að gera allt þetta, sem hér er talið.
Fyrir og um daga Drottins Krists mátti víst kalla alla
jarðarbúa nokkurn veginn jafn fátæka og örsnauða að
þekkingu og eign hinna æðstu og dýrmætustu gæða til-
verunnar, sem er þekkingin og trúin um eilífan, algóð-
an og almáttugan föður allra jarðarinnar harna, sem
elskar þau öll jafnt, og vill og ætlar þeim öllum að lok-
um eilíft líf og yndi og að þeir, mennirnir, allir jafnt,
þess vegna séu hörn hans, sem eigi og' þurfi að elska
liann, trúa honum, treysta og hlýða, til þess að geta
notið föðurelsku og ástgjafa hans. En mennirnir voru
þá líka allir, og eru margir enn, svo bundnir, já, hrein-
ir bandingjar, í fötrum þessa jarðneska lífs og heims,
að þeir áttu, og eiga svo ógurlega bág't með að losa sig
úr þeim viðjum; og jafnframt svo hlindaðir, að þeir
gátu og geta ekki séð eða skilið, þörfina á lausninni eða
frelsinu frá ánauð hins forgengilega jarðneska lífs og
heims. En þar með fvlgdi og fylgir þá líldega það, að þeir
allir voru, og eru margir enn, meir eða minna þjáðir,
þjáðir á líkama og' sál, allra helzt þó, þegar dró eða
dregur að dauða og örlaga óvissan og' hið dimma dauðra-
ríki blasti og blasir við.
J