Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 6

Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 6
Ráðsmennirnir. (Hugleiðing um Lúk. XVI, 10—17.) Þessi orð Jesú eru reist á þeirri meginhugsun, að við mennirnir erum aðeins ráðsmenn, ábyrgir gagnvart æðri húsbónda, en ekki sjálfir ókrenkjanlegir, húsbændur og drottnar þess, sem við höfum handa á milli. Þessvegna er talað um trúmennsku í litlu og stóru. Vafalaust geta flest- ir fallizt á, að þessi kenning sé háleit og fögur og jafnvel nauðsynlegt atriði í þeirri stefnu, sem keppir eftir því, að mannkynið allt líti á sig sem allsherjar bræðralag, börn hins eina og sanna föður. En jafnframt hljótum við að viðurkenna, að það er aðeins í harla takmörkuðum mæli, sem þessi hugsanagangur hefur orðið okkur mönnunum eiginlegur. Þó bregður Postulasagan upp einkennilegri og fallegri mynd af skilningi frumsafnaðarins í Jerúsalem á þessu atriði. Hún segir það berum orðum, að ,,í hinum fjölmenna hópi þeirra, sem trú höfðu tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur var allt þeim sameiginlegt". En þessi skiln- ingur og meðferð á fjármununum mun ekki hafa átt sér langan aldur. Rétt á eftir þessum orðum bregður sama bókin upp nýrri mynd: ,,Er vaxa tók fjöldi lærisveinanna, kom upp kurr hjá Hellenistum gegn Hebreum út af því, að ekkjur þeirra væru settar hjá við hina daglegu þjón- ustu“. Við vitum ekki nú, á hvaða rökum þær hafa verið reist- ar þessar kvartanir yfir því, að ótrúmennsku gætti meðal ráðsmanna þessarar litlu hjarðar, en samt sem áður sýn- ir þetta, að hin algera bræðralagsvitund á erfitt uppdrátt- ar í mannlegri sál. Annaðhvort hafa ráðsmennimir brugð- izt skyldu sinni eða bræðralagsvitund þeirra, sem mögl- J

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.