Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 7

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 7
RÁÐSMENNIRNIR 101 uðu, verið eitthvað áfátt, þeirra eigið ég sett ofar sam- félaginu, svo þeir kröfðust meira en þeim bar. Á það skal enginn dómur lagður. En hvort heldur hefir verið, þá er okk- Ur sýnd hér alvarleg veila í okkur mönnunum, þegar við er- um metnir á mælikvarða kristinna hugsjóna um siðgæði. Og veilan er sú að knýja fram það, sem taldir eru eigin hagsmunir eða hugsmunir þess flokks, er maður hefir skipað sér með. En þessi sama veila hefir sett merki sitt á gang mann- kynssögunnar, markað stefnu þeirra atburða, sem oft hykja helzt frásagnarverðir meðal síðari kynslóða. Það er hún, sem hefir magnað til styrjalda og blóðsúthellinga þjóða á milli, og klofið þjóðirnar innbyrðis í andstæðar fylkingar. Þegar við lítum til orða Jesú um það, að allir læri- sveinar hans eigi að vera eitt, þá hlýtur okkur að skiljast, að erfitt muni vera að þjóna bæði Guði og mammon. Amerískur sálfræðingur segir í bók, sem út kom á stríðsárunum, þessi þungu, en þó skarplega athuguðu orð: »Af hinum tíu boðorðum var hið eina, sem Jesús lagði sér- staka áherzlu á, þetta: Þú skált ékM girnast —. Orðin að Qirnast og ágimd hafa bókstaflega horfið úr orðaforða °kkar nú á dögum, eftir lestrarefni mínu yfirleitt að dæma“. Hann segir síðan, að í staðinn sé farið að nota °rð og orðatiltæki eins og endurskipting auðmagnsins, há- tekjuskattar og þessháttar. 1 slíku dulargerfi sé ágirndin að skjóta upp koliinum hjá mönnum, sem þori ekki að horfast í augu við staðreyndir mannlegs eðlis og þau kjör, sem verði að liggja til grundvallar að sköpim traustrar skapgerðar og verðmæta. Líklega finnast okkur þessi orð þessa ameríska rithöf- Undar, þótt hörð séu, að einhverju leyti geta átt við okkur Islendinga í dag. Að minnsta kosti eru sömu eða hliðstæð orð óspart notuð. Því verður ekki neitað, að þær eru há- værar kröfurnar um að fá meira handa á milli, kröfurnar fil þjóðfélagsins, kröfurnar til einstakra manna eða stétta,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.