Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 9

Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 9
RÁÐSMENNIRNIR 103 annaðhvort mun hann hata annan og elska hinn, eða að- hyllast annan og lítilsvirða hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammon“. Jesús talaði oft um afstöðu mannsins til gæða þessa heims, og alltaf mætir okkur þar sama áminningin í mis- munandi búningi: Það er ekki hægt að binda hugann við heimsins glaum og keppa eftir andlegum vexti samtímis — það er ekki hægt að sameina ágjaman f járgróðaspekúlant og sannan mann í einni og sömu persónu. Þetta efnis- kennda, hverfula, verður að hætta að vera miðvægi mann- legrar umhugsunar, þoka um set fyrir öðru æðra og ófall- valtara. Hann. sagði söguna um ríka bóndann, sem lagði sig fram af öllum mætti við að auka rekstur sinn, safna birgðum til margra ára. En þegar minnst varði, sagði Guð við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð------Hann hafði gleymt ráðsmannsstöðunni. Hann hafði ekki „reynzt trúr í hinum rangláta mammon." Og í beinu framhaldi af þeim orðum, sem eru bak- grunnur þessara hugleiðinga, er brugðið upp enn einni rnynd, sem varpar ljósi yfir þetta sama: Lazarus við dyr ríka mannsins — enn einn af ráðsmönnunum, ábyrgur gagnvart æðri húsbónda. Sannarlega hefir Jesús þekkt veikleika okkar mannanna °g meginhættumar í vegi okkar. Nýja testamentið segir, að hann hafi falið Júdasi Iskaríot vörzlu hinna sameigin- inlegu fjármuna, gert hann að ráðsmanni. Og á einum stað skýzt upp sú vitneskja, að Júdas hafi notað þessa aðstöðu sína sjálfum sér í hag. Þessi sterka uppeldisað- ferð að sigra veikleika með því að veita ábyrgðarstarf brást andspænis veikleika hans í stað þess að lyfta honum UPP yfir sjálfan sig, láta hann finna að hann var ráðs- rnaður, sem bar að sýna trúmennsku í stóru og smáu. En það er erfitt að kasta steinum að þessum eina manni sögunnar, fyrr en maður hefur lært sjálfur það, sem hon- um brást. Ennþá virðist þessi veikleiki ekki aðeins einkennandi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.