Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 9

Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 9
RÁÐSMENNIRNIR 103 annaðhvort mun hann hata annan og elska hinn, eða að- hyllast annan og lítilsvirða hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammon“. Jesús talaði oft um afstöðu mannsins til gæða þessa heims, og alltaf mætir okkur þar sama áminningin í mis- munandi búningi: Það er ekki hægt að binda hugann við heimsins glaum og keppa eftir andlegum vexti samtímis — það er ekki hægt að sameina ágjaman f járgróðaspekúlant og sannan mann í einni og sömu persónu. Þetta efnis- kennda, hverfula, verður að hætta að vera miðvægi mann- legrar umhugsunar, þoka um set fyrir öðru æðra og ófall- valtara. Hann. sagði söguna um ríka bóndann, sem lagði sig fram af öllum mætti við að auka rekstur sinn, safna birgðum til margra ára. En þegar minnst varði, sagði Guð við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð------Hann hafði gleymt ráðsmannsstöðunni. Hann hafði ekki „reynzt trúr í hinum rangláta mammon." Og í beinu framhaldi af þeim orðum, sem eru bak- grunnur þessara hugleiðinga, er brugðið upp enn einni rnynd, sem varpar ljósi yfir þetta sama: Lazarus við dyr ríka mannsins — enn einn af ráðsmönnunum, ábyrgur gagnvart æðri húsbónda. Sannarlega hefir Jesús þekkt veikleika okkar mannanna °g meginhættumar í vegi okkar. Nýja testamentið segir, að hann hafi falið Júdasi Iskaríot vörzlu hinna sameigin- inlegu fjármuna, gert hann að ráðsmanni. Og á einum stað skýzt upp sú vitneskja, að Júdas hafi notað þessa aðstöðu sína sjálfum sér í hag. Þessi sterka uppeldisað- ferð að sigra veikleika með því að veita ábyrgðarstarf brást andspænis veikleika hans í stað þess að lyfta honum UPP yfir sjálfan sig, láta hann finna að hann var ráðs- rnaður, sem bar að sýna trúmennsku í stóru og smáu. En það er erfitt að kasta steinum að þessum eina manni sögunnar, fyrr en maður hefur lært sjálfur það, sem hon- um brást. Ennþá virðist þessi veikleiki ekki aðeins einkennandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.