Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 13

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 13
VIÐ ÚTFÖR SÉRA GUÐMUNDAR EINARSSONAR 107 og festir þeim ríkt í minni, að dýrð hans hin sama í dag og gær skal drottna í hjörtum inni. Þú vitnaðir Ijúft um lausnarann, þótt lághyggjan brýndi róminn. Og fagnandi gekkstu í Guðs þíns rann við gjallandi klukknahljóminn. Sem altarisljósið líf þitt brann svo Ijómaði um helgidóminn. Það eitt var þér lífsins æðsta mál: Guðs akur að líta sáinn, og slíkum er aldrei trúin tál, hann talar ei út í bláinn. Hans musteri er sjálf mannsins sál, þar messar hann lífs og dáinn. Þig verndi um eilífð herrann hár með himneska gæzku sína. Þú horfinn ert burt, og harmatár nú hníga um kistu þína. En víst er, að samt um ókunn ár um ísland mun líf þitt skína. Hélgi Sveinsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.