Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 14

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 14
Séra Guðmundur Einarsson, próf astur. FÁEIN ÞAKKARORÐ. Séra Guðmundur Einarsson var í stjóm Prestafélags íslands, er hann lézt, og hafði verið síðustu árin. Hann stofn- aði einnig Prestafélagsdeild Suðurlands og var fyrsti for- maður hennar. Prestafélagið á honum mikið að þakka. Betri eða Ijúfari samvinnu hefi ég aldrei átt við neinn. Við gátum raunar orðið mjög ósammála. En það gerði ekkert til. Bróðurhugur hans var ekki minni fyrir það. „Við skulum láta skoðanamun okkar koma fram í Kirkju- ritinu,“ sagði hann einu sinni „Fólk hefir gott af að sjá málin rædd frá tveimur hliðum.“ Og hvor skrifaði sínar greinar. Hann óx fram á efri ár að umburðarlyndi og lífs- speki. Hann mat allt það meir, sem vel var gert, kunni þá list að rita velgjörðir á marmara, en mótgjörðir á sand. Á sjötugsafmæli sínu lýsti hann giftu æfi sinnar: Hann myndi það eitt, sem gott væri. Hinu gleymdi hann. Þvi væri nú dagur um loft allt. Heilsa hans leyfði honum ekki að sitja síðustu stjóm- arfundi Prestafélagsins. En málin voru borin undir hann símleiðis. Hann fylgdist með öllu. Á síðustu kirkjulegum fundum, sem hann sat, talaði hann máli samstarfs og friðar. „Ég er eiginlega víðsýnastur af ykkur öllum,“ sagði hann einu sinni brosandi við mig. Grundvöllur samvinnu krist- inna manna var honum: Jesús Kristur, Guðs sonur og frels- ari mannanna. Ekkert annað. Hvorki meira né minna. Og þessi rödd má ekki þagna í Prestafélagi Islands né kirkju. Hún hljómar einmitt nú með mestum þunga, er hann hefir kvatt okkur og við þurfum þess helzt. Fyrir nokkrum árum varð séra Guðmundur snögglega veikur hér á götum Reykjavíkur. Honum hvarf allt í einu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.