Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 16

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 16
Guðmundur Einarsson, próíastur. Fæddur 8. sept. 1877. — Dáinn 8. febrúar 1948. IN MEMORIAM. Heimilið í hryggðum drúpir, húsfaðirinn liggur nár, hann sem gerði garðinn frægan. Glitra á vinahvörmum tár, er þeir kveðja mæta manninn, minning hans svo fögur er. „Æ! hversu nú auð er borgin." Annan svip nú Mosfell ber. Höfðingja sinn hérað syrgir; hann sem jafnan fremstur stóð. Vel hann bæði í verki og orði vinna gjörði landi og þjóð. Unga að göfga, manna, mennta markvisst starf var fræðarans. Fólkið allt að hefja hærra hugsjón æðst var leiðtogans. Herrans Jesú helga kirkja harmar dyggan starfsmann sinn. Ákveðinn með öflgu starfi, ungur gekk í víngarðinn. Presturinn og prófasturinn prédikaði lífsins orð. Höndlaður af konung Kristi kraup í auðmýkt við hans borð.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.