Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 27

Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 27
SÉRA ÁRNI ÞÓRARINSSON 121 hríðir að öðru meira, ef allt fær að hafa sinn eðlilega gang. Hin heilögu vé færast út, er maðurinn sjálfur fer að byggja á reynslu sinni um sannindi fagnaðarerindis Jesú Krists. Séra Ámi hefir þá beizku sögu að segja, að skólinn hafi gefið sér steina fyrir brauð í trúarlegu tilliti, og hafði hann þó ekkert upp á kennara sína að klaga í þeim efnum. Og þó að það sé langt frá, að hann meini, að hann hafi verið guðsafneitari, er hann gerðist prestur, saknaði hann þeirrar trúar, sem gæti frjóvgað hið fjöruga ímyndunar- afl og gefið lífi hans og starfi raunhæft gildi. Sannfæringar- laus gat hann ekki lifað. Hún er þá líka eftirtektarverð þessi játning hans og vert að gefa henni gaum, að trúarlega vakningu sína hafi hann hlotið hjá þeim, sem hann var kominn til að leiða. Það er bændaalþýðan í afskekktum en fögrum sveitum Hnappa- dalssýslu, sem gaf honum aftur hið örugga viðhorf til lífs- ins, trúna á Guð. Á nútímamælikvarða mimu þessi náttúrubörn íslenzkra kotbúa ekki vera metin til margra fiska í bóklegum mennt- um. Voru þau samt þess umkomin að taka hinn unga skóla- mann sér við hönd og sannfæra hann um þau vísindi veru- leikans, sem aðeins að nokkru leyti verða af bókum numin, og verða aldrei að staðreyndum í lífinu, fyrr en hver og einn hefir sannprófað þau sjálfur. En þar sá hann með eigin augum það, sem hann var farinn að efast um að væri til, fólk, sem stóð báðum fótum á klöpp veruleikans, vegna trúar sinnar á Guð og Frelsarann. Mörgum finnst þetta sjálfsagt hégóminn einber, en allir hugsandi alvörumenn viðurkenna, að hér var skýringuna að finna á burðar og lífsþoli íslenzkrar alþýðu. Á dimm- ustu dögum myrkursaldar og kúgunar var það trúin, sem tjáði sig í anda einfaldra stefja Hallgríms Péturssonar, sem um land allt hafði gefið mönnum þrek til að þola allar þær hörmungar, andlegar sem líkamlegar, er þá steðjuðu að, auk þess sem hún var hinn mikli bakhjarl í viðreisn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.