Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 28

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 28
122 KIRKJURITIÐ arbaráttu þjóðarinnar. Trúin á Guð og Frelsarann var þannig og er hinn mikli aflgjafi og kyngikraftur, sem gerir einstaklinga og heilar þjóðir að sigurvegurum mitt í ósigr- inum. Þegar hinum unga presti höfðu opinberazt þessi dýr- mætu sannindi, var starfi hans haslaður völlur, boðskapur hans sigurviss og hann kvaddur til ábyrgðar. Hann var ekki lengur efasemdamaðurinn, heldur öruggur þjónn Krists. Og hann tók undir með Hallgrími Péturssyni: Jesús vill, að þín kenning klár kröftug sé hrein og opinskár, lík hvellum lúðurshljómi. Launsmjaðran öll og hræsnin hál hindrar Guðs dýrð, en villir sál, straffast með ströngum dómi. Fáum munu vera gefin jafnmörg tækifæri til að kynnast mönnunum og mannlífinu yfirleitt eins og prestunum. Þeir kynnast náið hinu ólíkasta fólki, á öllum aldri, í öllum stéttum, undir hinum margvíslegustu kringumstæðum. Fáum er líka sýnt jafnmikið traust í einka og trúnaðar- málum eins og þeim. Þetta er heldur ekkert undarlegt. Islenzkir prestar hafa jafnan lifað með þjóðinni við svipuð kjör og almenningur í landinu. Hefir presturinn og söfn- uðurinn því orðið eitt í gleði, áhyggjum og sorgum hvers- dagslífsins. Á sama hátt má einnig segja, að engir embættismenn landsins munu hafa eins víðan og ótakmarkaðan verka- hring eins og prestarnir. Þeir þurfa beinlínis að hafa af- skipti af öllu, sem fyrir kemur í sóknum þeirra. Ber þá næstum ávallt að þeim brunni, að þeir mega ekki láta sér neitt mannlegt óviðkomandi. Þessum verkefnum hafa ís- lenzkir prestar reynzt vaxnir, enda hafa þeir orðið braut- ryðjandur í ýmsum greinum og það víðar en varir. Og þó að störf þeirra séu oft misskilin og mistúlkuð, kemur það jafnan í ljós, að verk þeirra hafa ekki verið unnin

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.