Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 41

Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 41
EINING AÐ BAKI ÓLÍKUM SKOÐUNUM 135 IV. En er það ekki einmitt um Krist, sem skoðanimar skipt- ast mest? Eru ekki næsta ólík svörin við spurningu hans, hinni miklu? Hvað virðist yður um Krist, hvers son er hann? Þeir til hægri svara einum rómi: Hann er sonur Guðs, son Guðs einn eingetinn. Hann átti engan mannlegan föður, heldur aðeins mannlega móður. Þannig varð orðið hold. Og svo þurfti að vera samkvæmt eilífri ráðsályktun Guðs. Holdtekja Jesú Krists er einstætt undur. Svo er enginn annar maður fæddur. Þessvegna er hann einn sonur Guðs — já, meir en það: Hann er Guð. Þessvegna talaði hann eins og sá er vald hefir. Þessvegna gat hann gert öll hin dásamlegu kraftaverk. Þessvegna gat hann fært algilda fórn fyrir syndir mannanna. Þessvegna reis hann með dýrð frá dauða. Þetta er undirstaða undir kristindóminum. Meyjarfæðingin er upphaf þeirrar samfeldu keðju af hjálp- ræðisáformum Guðs, sem hann auðsýndi mannkyninu í Jesú Kristi þvi til hjálpræðis. Guðdómur Jesú Krists stendur þessum djúpu og traustu rótum. Hinir svara líka spumingunni um Krist einum rómi: Hann er/sonur Guðs. Það sagði hann sjálfur, og það kennir allt Nýja testamentið. Þar má einnig finna, hvemig trú frumkristninnar á guðdóm hans þroskast hærra og hærra: Hann varð sonur Guðs við upprisuna frá dauðum. Hann var það þegar áður, varð það, þegar andi Guðs kom yfir hann í skírninni og röddin af himni mælti: Þú ert sonur minn. 1 dag hefi ég getið þig.1) Hann varð það fyrr, við yfimáttúrlegan getnað af anda Guðs þegar í móðurlífi. Já, fyrr en það. Hann var frá eilífð sonur Guðs í dýrð himnanna: I upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð. Sonurinn eingetni hallast að brjósti föð- urins. Þessi síðasta skoðun er æðst og lýsir bezt, hvað í því 1) Þannig hljóða orðin skv. öruggasta texta Lúkasar guðspjalls.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.